Þann 1. janúar 2019 taka í gildi ný lög um lögheimili og aðsetur. Í 1. mgr. 13. gr. laganna segir: „Tilkynning um breytingu á lögheimili innan lands og aðsetri skal gerð rafrænt eða á starfs-stöðvum Þjóðskrár Íslands í samræmi við reglugerð sem ráðherra er heimilt að setja.” Í greinargerð kemur fram að meginreglan verði sú að tilkynningar um lögheimilisskráningar skuli berast með rafrænum hætti. Með þessu ákvæði falla niður heimildir til að skila inn tilkynningum um breytt lögheimili innanlands til lögreglu, sýslumanna og sveitastjórna.
Frekari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi skjali og nýjum lögum um lögheimili og aðsetur sem lesa má hér á vef Stjórnartíðinda.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.