Yfirlit frétta

Eldri borgarar í örnefnaskráningu

Fljótsdalshérað og Landmælingar Íslands gerðu í októbermánuði með sér samstarfssamning sem miðar að því að vinna saman að því að skrá örnefni á Fljótsdalshéraði og koma þeim í landfræðilegt upplýsingakerfi Landmælinga Íslands.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

285. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 21. nóvember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Fyrsta skóflustungan við Íþróttamiðstöðina

Fyrsta skóflustungan vegna viðbyggingar við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum fer fram föstudaginn 16. nóvember klukkan 15. Í viðbyggingunni er einkum gert ráð fyrir aðstöðu til fimleika- og frjálsíþróttaiðkunar.
Lesa

Samkeppni um einkennismerki Fellaskóla

Þau í Fellaskóla langar að blása til samkeppni um einkennismerki fyrir skólann. Öllum er boðið að vera með og senda inn tillögu um einkennismerki skólans. Verðlaun eru í boði.
Lesa

Félagsmiðstöðva og ungmennahúsadagurinn 2018

Miðvikudaginn 14. nóvember standa Samfés, samtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa á Íslandi, fyrir félagsmiðstöðvadeginum. Markmið dagsins er að gefa áhugasömum færi á að heimsækja félagsmiðstöðina í sínu nágrenni, kynnast því sem þar fer fram, unglingunum og þeim viðfangsefnum sem þeir fást við með stuðningi starfsfólkins.
Lesa

Kröflulína - breytingatillaga

Fljótsdalshérað auglýsir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna breyttrar legu Kröflulínu 3, sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Línan er fyrirhuguð frá tengivirki við Kröfluvirkjun í Skútustaðahreppi að tengivirki við Fljótsdalsstöð í Fljótsdalshreppi.
Lesa

Almennur borgarafundur

Fimmtudaginn 15. nóvember nk. verður haldinn almennur borgarafundur, þar sem fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 og þriggja ára áætlun 2020 – 2022 verður kynnt. Gert er ráð fyrir að áætlunin verði tekin til síðari umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn 21. nóvember.
Lesa

Fjárhagsáætlun 2019 – 2022

Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2020-2022 verður lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi í dag þann 7. nóvember og hefst fundur klukkan 17:00.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

284. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 7. nóvember 2018 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Símalaus sunnudagur

Sunnudaginn 4. nóvember stendur Barnaheill að átakinu Símalaus sunnudagur, en því er ætlað að vekja okkur öll til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar.
Lesa