Yfirlit frétta

Flugslysaæfing á Egilsstaðaflugvelli – leikarar óskast

Laugardaginn 29. september verður haldin flugslysaæfing allra viðbragðsaðila á Austurlandi. Á slíkri æfingu er verið að láta reyna á samvinnu allra viðbragðsaðila á svæðinu: lögreglu, slökkviliðs, björgunarsveita, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna. Til að æfing sem þessi nýtist sem best er nauðsynlegt að sem flestir „leikarar“ taki þátt.
Lesa

Jafnlaunavottun

Í framhaldi af setningu laga um jafnlaunavottun sem samþykkt voru á Alþingi 1. júní 2017 og öðluðust gildi 1. janúar 2018, er hafin vinna við undirbúning jafnlaunavottunar fyrir Fljótsdalshérað. Samið var við fyrirtækið PWC. að stýra því ferli og er sú vinna nú í gangi.
Lesa

Þrjár listsýningar nemenda opnaðar

Verk sem nemendur grunnskólanna á Fljótsdalshéraði hafa unnið undanfarna tvo daga á menningarhátíð barna- og ungmenna, Bras, verða sýnd í dag 12. september. Þetta eru verkefni nemenda 5.,6., 8., 9. og 10. bekkjar skólanna sem unnin hafa verið í sjö smiðjum.
Lesa

Lýðheilsuganga að Skinnbeðju

Í dag stendur Ferðafélag Fljótsdalshéraðs fyrir annarri lýðheilsugöngu septembermánaðar og verður hún að Skinnbeðju. Göngustjóri verður Málfríður Björnsdóttir og er mæting á skrifstofu félagsins að Tjarnarási 8 klukkan 18.
Lesa

Forsetahjónin í opinberri heimsókn

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans Eliza Reid heiðra Borgarfjörð eystri, Fljótsdalshérað og Fljótsdalshrepp með opinberri heimsókn næstu daga. Þau heimsækja skóla, stofnanir og fyrirtæki í þessum sveitarfélögum og hitta íbúa þeirra að máli. Þá verður boðið til fjölskylduhátíðar í Valaskjálf á Egilsstöðum á miðvikudaginn klukkan 20 og eru allir velkomnir.
Lesa

Námskeið fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði

Námskeið fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði til að efla lestarkunnáttu barna verður haldið í Fellaskóla, miðvikudaginn 12. september 2018 klukkan 17 til 19.
Lesa

Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga. Dagurinn er helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi um allan heim. Í Egilsstaðakirkju verður minningastund í kvöld, 10. september, klukkan 20.
Lesa

BRAS menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi

Næstkomandi laugardag 8. september, klukkan 13, verður fyrsta menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, Bras, sett í Valaskjálf og einnig í Skaftfelli á Seyðisfirði og Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði á sama tíma. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr mun flytja tónlist fyrir börn, ræða við þau og semja tónlist með þeim í beinni á stórum skjá. Dans, tónlist og fleira skemmtilegt verður í boði
Lesa

Vel heppnaður sumarlestur á Bókasafninu

Á Bókasafni Héraðsbúa var eins og undanfarin ár sumarlestur fyrir grunnskólakrakka. Dregnir voru út vinningar hálfsmánaðarlega og voru nöfn vinningshafa birt á Facebooksíðu bókasafnins og uppskeruhátíð var haldinn þann 17. ágúst.
Lesa

Spennandi vetrarstarf UMF Þristar að hefjast

Í vetur býður Ungmennafélagið Þristur upp á spennandi tómstundastarf fyrir börn og unglinga. Um er að ræða fjölbreytt og lífleg námskeið annarsvegar í útivist ýmiskonar og hinsvegar fjallahjólreiðum.
Lesa