Alþjóðlegur dagur sjálfsvígsforvarna

Myndin er fengin af vef pixabay.com
Myndin er fengin af vef pixabay.com

Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga. Dagurinn er helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi um allan heim.

Í Egilsstaðakirkju verður minningastund í kvöld, 10. september, klukkan 20. Carola Björk Guðmundsdóttir deilir reynslu sinni og Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Prestarnir Sigríður Rún og Þorgeir leiða stundina og eru allir velkomnir.
Eftir minningastundina verður kynning á starfi fyrir syrgjendur sem og kaffi og spjall.

Þá er bent á vefinn Sjálfsvíg.is en hann er ætlaður fólki í sjálfsvígshættu og aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi.