- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ár hvert er 10. september tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga. Dagurinn er helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi um allan heim.
Í Egilsstaðakirkju verður minningastund í kvöld, 10. september, klukkan 20. Carola Björk Guðmundsdóttir deilir reynslu sinni og Øystein Magnús Gjerde leikur á gítar. Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Prestarnir Sigríður Rún og Þorgeir leiða stundina og eru allir velkomnir.
Eftir minningastundina verður kynning á starfi fyrir syrgjendur sem og kaffi og spjall.
Þá er bent á vefinn Sjálfsvíg.is en hann er ætlaður fólki í sjálfsvígshættu og aðstandendum þeirra sem hafa svipt sig lífi.