Yfirlit frétta

Rappnámskeiði frestað

Rappnámskeiðinu sem halda átti í Sláturhúsinu nú um helgina, 9. og 10. febrúar, verður frestað fram í mars.
Lesa

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

lþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019 er í dag, 6. febrúar 2019, en það er SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun sem hefur haft veg og vanda af dagskrá netöryggisdagsins síðustu ár.
Lesa

Jobbi í Myndsmiðjunni fékk Þorrann 2019

Jósef Marinósson ljósmyndari, Jobbi í Myndsmiðjunni, hlaut Þorrann 2019 á Þorrablóti Egilsstaða á bóndadag
Lesa

Tannverndarvika 4.-8. febrúar 2019

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 4.-8. febrúar 2019 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni og skráningu hjá heimilistannlækni. Sérstök áhersla tannverndarvikunnar í ár verður lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir.
Lesa

Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar

Dagana 6. – 25. febrúar 2019 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. febrúar

288. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. febrúar 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Vallastjóri ráðinn

Guðjón Hilmarsson hefur verið ráðinn vallastjóri Vilhjálmsvallar og Fellavallar á Fljótsdalshéraði. Starf vallastjóra er nýtt starf hjá sveitarfélaginu, en undanfarin ár hefur umsjón og umhirða íþróttavallanna verið leyst með samningi við Hött rekstrarfélag sem hefur að mestu séð um verkefnið.
Lesa

Lengur opið í Íþróttamiðstöðinni

Vakin er athygli á því að frá og með 1. febrúar 2019 lengist opnunartími um helgar í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum. Opið verður til klukkan 18 laugardaga og sunnudaga allt árið um kring, en ekki eingöngu á sumrin eins og verið hefur.
Lesa

Stelpur rappa með Reykjavíkurdætrum

Boðið verður upp á rappnámskeið í Sláturhúsinu menningarsetri fyrir stúlkur og kynsegin krakka frá 13 ára aldri helgina 9. og 10 febrúar. Leiðbeinendur verða þær Ragga Hólm, Steinunn Jóns og Þura Stína úr Reykjavíkurdætrum.
Lesa

Breytingar á starfsliði bæjarskrifstofu

Nokkrar mannabreytingar eiga sér stað um þessar mundir á bæjarskrifstofunum. Fyrst ber þess að geta að þær Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir skjalastjóri og Guðlaug Bachman þjónustufulltrúi hjá félagsþjónustunni eru að láta af störfum og eru þeim færðar hinar bestu þakkir fyrir margra ára þjónustu við íbúa sveitarfélagsins og ánægjulegt samstarf.
Lesa