Yfirlit frétta

Þjóðleikur 10 ára - í Sláturhúsinu

Í ár er 10 ára afmæli Þjóðleiks, leiklistarhátíð ungs fólks, sem haldin er annað hvert ár á landsbyggðinni í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Fimm leikhópar frá Egilsstöðum, Neskaupsstað, Reyðarfirði og Seyðisfirði sýna afraksturinn í Sláturhúsinu fimmtudaginn 2. maí
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 17. apríl

293. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 17. apríl 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Plokkað fyrir Eyþór

Laugardaginn 13. apríl ætla íbúar Fljótsdalshéraðs að koma saman og „Plokka fyrir Eyþór“, um er að ræða fjáröflunarviðburð til styrktar Eyþóri Hannessyni, hlaupara og plokkara.
Lesa

Skólahreysti í Íþróttamiðstöðinni

Hið árlega Skólahreysti 2019 fer fram í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum í dag, miðvikudaginn 10. apríl milli kl. 13.00 og 15.00. Skólahreysti er liðakeppni milli grunnskóla landsins og í dag eru það grunnskólarnir á Austurlandi sem keppa sín á milli. Sigurliðið tekur síðan þátt í úrslitakeppninni sem fram fer í Laugardalshöllinni í Reykjavík 8. maí.
Lesa

Ungmennaþing

Ungmennaráð Fljótsdalshéraðs hélt sitt árlega ungmennaþing 4. apríl 2019 í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Var yfirskrift þingsins í ár „Ég vil móta mína eigin framtíð“ og sóttu það ríflega 100 ungmenni.
Lesa

Bein útsending frá íbúafundi í Valaskjálf á fimmtudag

Hlekkur á útsendingu er í fréttinni. Um leið og Fljótsdalshérað hvetur íbúa til að fjölmenna á íbúafundinn, um sameiningarmál, í Valaskjálf á morgun 4. Apríl kl. 18, viljum við benda þeim, sem ekki komast, á að hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á Youtube rás Fljótsddalshéraðs.
Lesa

Ég vil móta mína eigin framtíð

Ungmennaþing 2019 - Ég vil móta mína eigin framtíð, verður haldið 4. apríl n.k. í Menntaskólanum á Egilsstöðum, en skipuleggjendur þingsins eru eins og áður meðlimir ungmennaráðs Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Filman er ekki dauð

Þið eruð boðin velkomin á opnun sýningarinnar Filman er ekki dauð eftir Kox sunnudaginn 7. apríl klukkan 14:00. Sýningin fer fram í Sláturhúsinu, Egilsstöðum, í samstarfi við Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs. Léttar veitingar í boði og öll velkomin.
Lesa

Óveruleg breyting á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 7. nóvember 2018, að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar, óverulega breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs vegna breyttrar landnotkunar í Fossgerði.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 3. apríl

292. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 3. apríl 2019 og hefst hann klukkan 8:30. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa