12.06.2019
kl. 10:03
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Í Hreyfivikunni 2019 deildi Ungmennafélagið Þristur frábæru útivistar- og náttúrubingói á Facebook. Á bingóspjaldinu eru hugmyndir að því hvernig hægt er að krydda gönguferðir og útivist með litlum áskorunum, t.d. froskahoppum, fjölskyldusjálfu og trjáfaðmi.
Lesa
11.06.2019
kl. 09:45
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Opnun samfélagssmiðju að Miðvangi 31 (í gamla Blómabæ) verður í dag, þriðjudaginn 11. júní 2019 klukkan 15. Opið verður til klukkan 18. Léttar veitingar í boði. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Þar verða starfsfólk og kjörnir fulltrúar til skrafs og ráðagerða. Að auki verður þar fundarými og laust pláss fyrir hvers konar viðburði.
Lesa
06.06.2019
kl. 14:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Líkt og verið hefur undanfarin ár er Sumarsýning Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 2019 í Sláturhúsinu á Egilsstöðum tvískipt og opnar hún þann 17. júní.
Lesa
05.06.2019
kl. 09:43
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Þessa dagana er verið að breyta „Blómabæjarhúsinu“, gömlu gróðurhúsi nálægt miðbæ Egilsstaða, í nokkurs konar samfélagssmiðju. Smiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri.
Lesa
03.06.2019
kl. 16:55
Fréttir
Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði hefur tekið gildi.
Lesa
03.06.2019
kl. 12:05
Fréttir
Hrund Erla
296. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 5. júní 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
30.05.2019
kl. 08:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Hreyfivika er komin vel af stað og hefur verið vel mætt í fjölbreytta viðburði þessa fyrstu daga. Í dag, fimmtudag, klukkan 14:00 verður haldið rathlaup fyrir alla fjölskylduna í Selskógi.
Lesa
29.05.2019
kl. 13:42
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Það verður mikið um að vera í Minjasafni Austurlands á laugardaginn, 1. júní, en þá fer fram málþingið Handverk og hefðir – Hvaðan komum við? Hvert stefnum við? Hvar liggja tækifærin? Þá verður einnig opnuð ný sýning í safninu og fólki gefst kostur á að koma með þjóðbúningana sína og fá ráðgjöf sérfræðinga um allt sem þeim tengist.
Lesa
28.05.2019
kl. 11:50
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Frábær mæting var á fjölskylduhjóladag Þristar og Vasks í gærkvöldi. Í dag verður fjölskylduæfing í frjálsum, prjónaganga, götuhjólaæfing og að auki má minna á Fardagafossáskorunina sem verður alla vikuna og plankaáskorun á afgreiðslutíma bókasafnsins.
Lesa
28.05.2019
kl. 11:22
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Upplýsingar um tómstundastarf og ýmis konar námskeið sem haldin verða í sumar fyrir börn og ungmenni eru nú aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins en í ár ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa