27.05.2019
kl. 13:52
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Síðustu sumur hefur Rekstrarfélag Hattar staðið fyrir sumarskóla fyrir börn á aldrinum 7-9 ára, fædd 2010-2012. Í skólanum er áhersla lögð á leik, hreyfingu og gleði. / Letnia szkoła Hattar dla dzieci klas 1-3 szkoły podstawowej. Zeszłego lata zarząd Hattar, zorganizował letnie zajęcia sportowe dla dzieci w wieku 7-9 lat.
Lesa
27.05.2019
kl. 11:40
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudagurinn 27. maí er fyrsti dagur Hreyfiviku 2019 og það er óhætt að segja að vikunni verði startað með látum. Kl.18:30 er mæting í Fjölskylduhjóladag Þristar og Vasks en það eru Ungmennafélagið Þristur og versluninn Vaskur sem taka höndum saman og bjóða upp á fjölskylduvæna hjólaskemmtun.
Lesa
24.05.2019
kl. 11:14
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Í næstu viku, 27. maí – 2. júní, verður haldin árleg Hreyfivika UMFÍ. Hreyfivika hefur það markmið að vekja athygli á gildi íþrótta- og hreyfingar sem hluti af heilbrigðum lífsstíl. Hreyfivika, eða Move Week, er haldin um allt land og í ár, líkt og áður, verður gríðarlega fjölbreytt og skemmtileg dagskrá á Fljótsdalshéraði.
Lesa
23.05.2019
kl. 10:50
Fréttir
Hrund Erla
Kynningarfundur um tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða var haldinn í fundarsal Egilsstaðaskóla þann 16. maí sl. Hægt er að nálgast gögn frá fundinum í fréttinni.
Lesa
21.05.2019
kl. 11:12
Fréttir
Hrund Erla
295. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 22. maí 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
16.05.2019
kl. 17:05
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Fljótsdalshérað vinnur nú að undirbúningi jafnlaunavottunar, í samræmi við lög og reglur þar um. Hluti af þeirri vinnu er launagreining sem unnin var af fyrirtækinu PwC, en það fyrirtæki vann svipaða greiningu fyrir sveitarfélagið í lok ársins 2014. Niðurstaða greiningarinnar þá sýndi það lítinn launamun kynjanna að sveitarfélagið fékk gullmerki PwC fyrir.
Lesa
16.05.2019
kl. 11:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Kynningarfundur um tillögu að endurskoðun deiliskipulags miðbæjar Egilsstaða verður haldinn í fundarsal Egilsstaðaskóla
í dag 16. maí klukkan 17:00 skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa
16.05.2019
kl. 10:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á fundi bæjarstjórnar þann 8, maí var samþykkt að sumarleyfi bæjarstjórnar 2019, verði frá síðari fundi bæjarstjórnar 19. júní, til og með 12. ágúst og mun bæjarráð fara með fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma.
Lesa
14.05.2019
kl. 15:38
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Jafnréttisstofa verður á Egilsstöðum þriðjudaginn 21. maí og boðar til opins fundar á Hótel Héraði í hádeginu með íbúum á Austurlandi, sveitarstjórnarfólki, forstöðumönnum stofnana og fyrirtækja.
Lesa
14.05.2019
kl. 11:04
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Sigga Dögg kynfræðingur verður með fræðslufyrirlestur fyrir foreldra á Fljótsdalshéraði fimmtudaginn 16. maí 2019 klukkan 20. Verður fræðslan haldin í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla.
Lesa