- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Fljótsdalshérað vinnur nú að undirbúningi jafnlaunavottunar, í samræmi við lög og reglur þar um. Hluti af þeirri vinnu er launagreining sem unnin var af fyrirtækinu PwC, en það fyrirtæki vann svipaða greiningu fyrir sveitarfélagið í lok ársins 2014. Niðurstaða greiningarinnar þá sýndi það lítinn launamun kynjanna að sveitarfélagið fékk gullmerki PwC fyrir.
Helstu niðurstöður launagreiningarinnar nú eru þær að launamunur er enn minni en árið 2014 og innan allra vikmarka. Launamunur karla og kvenna miðað við grunnlaun reyndist 1,1% og 0,7 % þegar litið var til heildarlauna og er sá launamunur konum í vil.
Alls voru um 300 starfsmenn í launagreiningunni og hlutfall kvenna þar af um 81%.