14.11.2016
kl. 10:54
Jóhanna Hafliðadóttir
Í október síðastliðnum var starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs auglýst til umsóknar, með umsóknarfresti til 1. nóvember 2016. Alls sóttu þrettán einstaklingar um stöðuna en einn dró umsóknina til baka. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um ráðningu í starfið liggi fyrir upp úr miðjum nóvember.
Lesa
14.11.2016
kl. 10:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 16. desember 2016. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi.
Lesa
11.11.2016
kl. 18:54
Jóhanna Hafliðadóttir
247. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 16. nóvember 2016 og hefst hann klukkan 17:00.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
11.11.2016
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Sunnudaginn 13. nóvember verður farið í að tengja nýjar lagnir við stofn hitaveitu í Tjarnarbraut. Því verður lokað fyrir heitt vatn í nokkrum hverfum á Egilsstöðum
Lesa
10.11.2016
kl. 08:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Að undanförnu hefur sveitarfélagið Fljótsdalshérað verið í samskiptum við Orkustofnun, m.a. vegna orkuflutninga til og frá Austurlandi og orkuframleiðslu á svæðinu.
Bæjarráð hefur lýst yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu, í samráði við landeigendur.
Lesa
07.11.2016
kl. 11:33
Jóhanna Hafliðadóttir
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til almenns borgarafundar í ráðstefnusal Egilsstaðaskóla (2. hæð) þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 20:00. Þar verður kynnt fjárhagsáætlun ársins 2017, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018 – 2020.
Lesa
07.11.2016
kl. 08:50
Haddur Áslaugsson
Hér er hægt að sækja um starf hjá Fljótsdalshéraði sem ekki hefur verið sérstaklega auglýst.
Lesa
04.11.2016
kl. 12:03
Jóhanna Hafliðadóttir
Jasshátíð Egilsstaða verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Sláturhúsinu og hefst hún kl. 20.00.
Lesa
03.11.2016
kl. 09:42
Jóhanna Hafliðadóttir
Þann 27. nóvember verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu. Þetta stökk var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum.
Lesa
03.11.2016
kl. 09:02
Jóhanna Hafliðadóttir
Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2018-2020 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 2. nóvember 2016 og er byggð á grunni þess fjárhagsramma sem nefndum sveitarfélagsins var ætlað að laga sig að í endanlegri áætlanagerð. Áætlað er að seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina fari fram þann 16. nóvember.
Lesa