Fréttir

Leikfélag Fjótsdalshéraðs 50 ára og Dúrra heiðruð

Leikfélag Fljótsdalshéraðs hélt upp á 50 ára afmæli sitt um helgina. Tvær sýningar voru haldnar í Valaskjálf, þar sem flutt voru lög úr nokkrum af ótal sýningum leikfélagsins. Á laugardagskvöld var Kristrún Jónsdóttir, Dúrra, heiðruð og gerð að fyrsta heiðursfélaga félagsins.
Lesa

FUBAR í Sláturhúsinu á miðvikudag

Dansleikhúsverkið FUBAR- verður sýnt í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember klukkan 17.30. Verkið er abstrakt nálgun af persónulegri upplifun höfundar af hryðjuverkaógn í Evrópu. Dansari er Sigga Soffía. Jónas Sen tónskáld frumsemur tónlistina við verkið en tónlist og dans hafa fæðst saman í spunum á vinnuferlinu þar sem listamennirnir vinna báðir útfrá sama efninu og þannig myndast djúp tenging tónlistar og hreyfinga.
Lesa

Tólf sækja um starf forstöðumanns MMF

Í október síðastliðnum var starf forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs auglýst til umsóknar, með umsóknarfresti til 1. nóvember 2016. Alls sóttu þrettán einstaklingar um stöðuna en einn dró umsóknina til baka. Gert er ráð fyrir að niðurstaða um ráðningu í starfið liggi fyrir upp úr miðjum nóvember.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir styrki til menningarstarfs á árinu 2017

Atvinnu- og menningarnefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til menningarstarfs með umsóknarfresti til og með 16. desember 2016. Annars vegar er um að ræða verkefnastyrki og hins vegar styrki til almennrar liststarfsemi.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

247. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 16. nóvember 2016 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Heitavatnslaust í nokkrum hverfum á sunnudag

Sunnudaginn 13. nóvember verður farið í að tengja nýjar lagnir við stofn hitaveitu í Tjarnarbraut. Því verður lokað fyrir heitt vatn í nokkrum hverfum á Egilsstöðum
Lesa

Smávirkjanakostir á Fljótsdalshéraði

Að undanförnu hefur sveitarfélagið Fljótsdalshérað verið í samskiptum við Orkustofnun, m.a. vegna orkuflutninga til og frá Austurlandi og orkuframleiðslu á svæðinu. Bæjarráð hefur lýst yfir vilja til samstarfs við Orkustofnun um frumathuganir á smávirkjanakostum í sveitarfélaginu, í samráði við landeigendur.
Lesa

Borgarafundur: Fjárhagsáætlunin kynnt

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til almenns borgarafundar í ráðstefnusal Egilsstaðaskóla (2. hæð) þriðjudaginn 8. nóvember klukkan 20:00. Þar verður kynnt fjárhagsáætlun ársins 2017, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2018 – 2020.
Lesa

Almenn starfsumsókn

Hér er hægt að sækja um starf hjá Fljótsdalshéraði sem ekki hefur verið sérstaklega auglýst.
Lesa

Jasshátíð Egilsstaða

Jasshátíð Egilsstaða verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Sláturhúsinu og hefst hún kl. 20.00.
Lesa