FUBAR í Sláturhúsinu á miðvikudag

Dansleikhúsverkið FUBAR- verður sýnt í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Degi íslenskrar tungu 16. nóv…
Dansleikhúsverkið FUBAR- verður sýnt í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember klukkan 17.30.

Dansleikhúsverkið FUBAR- verður sýnt í Frystiklefanum í Sláturhúsinu á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember klukkan 17.30. Verkið er abstrakt nálgun af persónulegri upplifun höfundar af hryðjuverkaógn í Evrópu. Dansari er Sigga Soffía. Jónas Sen tónskáld frumsemur tónlistina við verkið en tónlist og dans hafa fæðst saman í spunum á vinnuferlinu þar sem listamennirnir vinna báðir útfrá sama efninu og þannig myndast djúp tenging tónlistar og hreyfinga.

Um listamennina:
Sigga Soffía útskrifaðist af samtímadansbraut frá Listaháskóla Íslands árið 2009 en á lokaári sínu var hún í skiptinámi við sirkusskólann Ecole Superior des Arts de Cirque í Brussel. Sigga Soffía hefur unnið bæði sem dansari og danshöfundur í fjölmörgum uppfærslum, bæði hérlendis sem erlendis, og dansaði m.a. í 5 verkum Shalala, dansflokki Ernu Ómarsdóttur.

Jónas Sen er með meistaragráðu í tónlistarfræðum (Performance Studies) frá tónlistardeild City University í London. Hann er einnig með meistaragráðu í mennta- og menningarstjórnun frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Hann er auk þess með einleikarapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og nam líka píanóleik hjá Monique Deschaussées í París.

Miðaverð kr. 2.500.

Fyrr um daginn býður Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs nemendum M.E. á fyrirlestur listakonunnar Siggu Soffíu um verk hennar Svartar fjaðrir kl. 14.00. Verkið er byggt á fjölbreyttu úrvali ljóða ef Davíð Stefánsson, allt frá einmanalegum og harmþrungnum ljóðum til ástarjátninga og ættjarðarsöngva.

https://www.facebook.com/nielsdaetur/photos/a.722796634430430.1073741831.713143602062400/1207971635912925/?type=3