Fréttir

Minnisvarði um silfurstökk Vilhjálms afhjúpaður

Þann 27. nóvember verða 60 ár liðin frá því Vilhjálmur Einarsson stökk 16.25 metra í þrístökki á Ólympíuleikunum í Melborne í Ástralíu. Þetta stökk var nýtt Ólympíumet, sem stóð í tvo klukkutíma en þá bætti Brasilíumaðurinn Ferreira Da Silva það með stökki sínu upp á 16,35 metra í fjórðu tilraun. Vilhjálmur endaði þar með í öðru sæti og varð fyrsti Íslendingurinn til að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum.
Lesa

Fjárhagsáætlun 2017 – 2020

Tillaga fjárhagsáætlunar Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2017 ásamt 3ja ára áætlun fyrir 2018-2020 er lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi þann 2. nóvember 2016 og er byggð á grunni þess fjárhagsramma sem nefndum sveitarfélagsins var ætlað að laga sig að í endanlegri áætlanagerð. Áætlað er að seinni umræða bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunina fari fram þann 16. nóvember.
Lesa