04.10.2019
kl. 11:15
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður kynnt íbúum sveitarfélaganna dagana 7. til 10. október. Fundurinn á Fljótsdalshéraði fer fram í Valaskjálf mánudaginn 7. október og hefst hann klukkan 18:00.
Lesa
04.10.2019
kl. 11:01
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Frábær vinnudagur var haldinn á skíðasvæðinu í Stafdal sunnudaginn 29. september. Það voru vaskir sjálfboðaliðar úr hópi iðkenda Skíðafélagsins í Stafdal og foreldra þeirra.
Lesa
03.10.2019
kl. 09:57
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Mánudaginn 30. september hélt Ungmennafélagið Þristur opna hjólaæfingu fyrir alla krakka, 0 ára og eldri. Tekin var æfing fyrir utan Samfélagssmiðjuna, Miðvangi 31, og var vel mætt af bæði mjög ungum og aðeins eldri. Kjarkaðir krakkar á öllum aldri fóru í hjólatúr, léku listir sínar í þrautabraut og tóku brekkuspretti.
Lesa
02.10.2019
kl. 12:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Útikörfuboltavöllur við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum var formlega opnaður laugardaginn 28. september. Völlurinn er í fullri stærð og með sex körfum.
Lesa
02.10.2019
kl. 08:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Lesa
01.10.2019
kl. 14:13
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á undanförnum vikum hefur verið unnið að uppfærslu á farsímadreifikerfi Símans á Austurlandi með útskiptingu eldri 3G stöðva. Samtals hafa verið settar í gang 16 nýjar 4G stöðvar á svæðinu.
Lesa
01.10.2019
kl. 11:55
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ragnhildur Ásvaldsdóttir tók við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 1. október. Hún tekur við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017.
Lesa
30.09.2019
kl. 16:35
Fréttir
Hrund Erla
301. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 2. október 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
30.09.2019
kl. 09:36
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Gefinn hefur verið út kynningarbæklingur um sameiningartillöguna sem dreift hefur verið í öll hús með Austurfrétt. Þar má finna ýmsar upplýsingar um Sveitarfélagið Austurland, en nánari upplýsingar má finna í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland og á íbúafundum sem fara fram í hverju sveitarfélagi 7.-10. október næstkomandi.
Lesa
30.09.2019
kl. 09:22
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um rafrettur og rafrettuvökva upp á síðkastið. Er rétt að árétta ábendingar Embættis landlæknis um að börn og ungmenni sem og barnshafandi konur eiga aldrei að nota rafrettur eða tengdar vörur.
Lesa