Yfirlit frétta

Íbúafundur um sameiningu sveitarfélaga

Tillaga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður kynnt íbúum sveitarfélaganna dagana 7. til 10. október. Fundurinn á Fljótsdalshéraði fer fram í Valaskjálf mánudaginn 7. október og hefst hann klukkan 18:00.
Lesa

Vinnudagur í Stafdal

Frábær vinnudagur var haldinn á skíðasvæðinu í Stafdal sunnudaginn 29. september. Það voru vaskir sjálfboðaliðar úr hópi iðkenda Skíðafélagsins í Stafdal og foreldra þeirra.
Lesa

Opin hjólaæfing í boði Þristar

Mánudaginn 30. september hélt Ungmennafélagið Þristur opna hjólaæfingu fyrir alla krakka, 0 ára og eldri. Tekin var æfing fyrir utan Samfélagssmiðjuna, Miðvangi 31, og var vel mætt af bæði mjög ungum og aðeins eldri. Kjarkaðir krakkar á öllum aldri fóru í hjólatúr, léku listir sínar í þrautabraut og tóku brekkuspretti.
Lesa

Útikörfuboltavöllur tekinn í notkun

Útikörfuboltavöllur við Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum var formlega opnaður laugardaginn 28. september. Völlurinn er í fullri stærð og með sex körfum.
Lesa

Forvarnadagurinn 2019

Ár hvert er haldinn Forvarnadagurinn að frumkvæði forseta Íslands og er markmið dagsins að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnastarfi sem snúa að ungu fólki. Í ár er dagurinn haldinn í 14. sinn í grunnskólum landsins og í níunda sinn í framhaldsskólum.
Lesa

16 nýjar 4G stöðvar settar upp á Austurlandi

Á undanförnum vikum hefur verið unnið að uppfærslu á farsímadreifikerfi Símans á Austurlandi með útskiptingu eldri 3G stöðva. Samtals hafa verið settar í gang 16 nýjar 4G stöðvar á svæðinu.
Lesa

Nýr forstöðumaður MMF tekinn til starfa

Ragnhildur Ásvaldsdóttir tók við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 1. október. Hún tekur við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 2. október

301. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 2. október 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Kynningarbæklingur um sameiningartillöguna

Gefinn hefur verið út kynningarbæklingur um sameiningartillöguna sem dreift hefur verið í öll hús með Austurfrétt. Þar má finna ýmsar upplýsingar um Sveitarfélagið Austurland, en nánari upplýsingar má finna í skýrslunni Sveitarfélagið Austurland og á íbúafundum sem fara fram í hverju sveitarfélagi 7.-10. október næstkomandi.
Lesa

Rafrettur og ráðleggingar landlæknis

Ýmislegt hefur verið rætt og ritað um rafrettur og rafrettuvökva upp á síðkastið. Er rétt að árétta ábendingar Embættis landlæknis um að börn og ungmenni sem og barnshafandi konur eiga aldrei að nota rafrettur eða tengdar vörur.
Lesa