Yfirlit frétta

Samfélagssmiðjan dagana 21.-24. okt

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var) verða sem hér segir í vikunni 21. til 24. október.
Lesa

Nýr afrekshópur fimleikadeildar Hattar

Nýverið skrifuðu tólf iðkendur fimleikadeildar Hattar, ellefu stúlkur og einn piltur, undir afrekssamning. Einkunnarorð afrekshópsins eru heilbrigði, heiðarleiki og dugnaður.
Lesa

Kynningarefni, spurningar og svör frá íbúafundum

Í liðinni viku hélt Samstarfsnefnd um sameiningu íbúafundi á hverjum stað, auk þess að funda með nemendum í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Samtals hafa rúmlega 500 manns sótt fundina, auk á annað hundrað sem hafa fylgst með í streymi.
Lesa

Hvernig líður börnunum okkar?

Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks í hátíðarsal Egilsstaðaskóla þriðjudaginn 15. október klukkan 20. Foreldrar barna á aldrinum 12-18 ára eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 16. október

302. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 16. október 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Minnt á styrki íþrótta- og tómstundanefndar

Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. október 2019. Fljótsdalshérað veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Við mat á umsóknum er æskulýðsstefna og jafnréttisstefna Fljótsdalshéraðs höfð til hliðsjónar.
Lesa

Afrakstur leikskólasmiðju og myndir úr barnabókum

Laugardaginn 12. október gefst gestum og gangandi tækifæri til að skoða tvær sýningar fyrir börn í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum milli klukkan 11 og 15.
Lesa

Rúmlega 3500 á kjörskrá

Rúmlega 3.500 kjósendur eru á kjörskrá fyrir kosningar um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarhrepps.
Lesa

Farsæl öldrun

Framtíðarþing um farsæla öldrun fer fram í Valaskjálf fimmtudaginn 10. október klukkan 15:00 til 18:00. Markmið þingsins er að skapa umræðu meðal áhugasamra um öldrunarmál, væntingar og viðhorf til efri áranna. Einnig að vekja jákvæða athygli á eldri borgurum, stöðu þeirra og hvernig þeir líta á mál sín til framtíðar.
Lesa

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn í Sláturhúsinu

Alþjóða Geðheilbrigðisdagurinn er haldinn víðsvegar í heiminum 10. október ár hvert. Í Sláturhúsinu menningarsetri verður dagskrá helguð deginum og hefst hún klukkan 20:00
Lesa