Yfirlit frétta

Snjóhreinsun um jól og áramót á Fljótsdalshéraði

Stefnt er að snjóhreinsun á Þorláksmessu á öllum aðalleiðum í þéttbýli og dreifbýli, ef veður leyfir. Jafnframt er stefnt að snjóhreinsun 27. og 28. desember í þéttbýli og dreifbýli ef þörf verður á og veðuraðstæður leyfa. Um aðra daga um jólin verður þjónusta í samráði við Vegagerðina og með tilliti til veðurfars.
Lesa

Fjöldi fólks í 100 daga áskorun

Egilsstaðabúinn og Stöðfirðingurinn Svanhvít Dögg Antonsdóttir Michelsen, miklu betur þekkt sem Dandý, stóð fyrir því ásamt Jakobi bróður sínum í haust og vetur að hvetja fólk til að ganga eða labba ákveðna vegalengd á hverjum degi í 100 daga.
Lesa

Viðtalstímar í Samfélagssmiðjunni 19. desember

Kjörnir fulltrúar og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs verða til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), fimmtudaginn 19. desember, milli klukkan 12 og 18.
Lesa

Frá umboðsmönnum jólasveinanna

Líkt og undanfarin ár taka jólasveinarnir að sér að heimsækja börn á aðfangadagsmorgun. Hægt verður að hitta umboðsmennina á Fljótsdalshéraði laugardaginn 21.desember í Hettunni á Vilhjálmsvelli milli klukkan 16 og 19 og skilja eftir pakka handa þægum börnum.
Lesa

Kynningar- og fræðslufundur fyrir byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara

Miðvikudaginn 18. desember verður tekið í notkun nýtt kerfi sem heldur utan um umsóknir um byggingarleyfi á Fljótsdalshéraði, OneLand Roboot kerfið frá OneSystems. Þennan sama dag verður haldinn kynningar- og fræðslufundur fyrir byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara á Hótel Héraði klukkan 16:30.
Lesa

Uppbyggingarsjóður tekur við umsóknum

Uppbyggingarsjóður Austurlands hefur auglýst eftir umsóknum fyrir árið 2020. Opnað var fyrir umsóknir 5. desember en umsóknarfrestur er til klukkan 23:00 þann 3. janúar 2020. Uppbyggingarsjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni sem falla að Sóknaráætlun Austurlands. Aðeins ein úthlutur verður úr sjóðnum á árinu.
Lesa

Markaðir, bíó og tónleikar í Sláturhúsinu um helgina

Um helgina verður sitthvað um að vera í Sláturhúsinu. Á laugardag verða markaðir, skólatónleikar og jólabíó og á sunnudaginn verða notarlegheit í fyrirrúmi. Jólabíó um daginn og tónleikar um kvöldið.
Lesa

Bæjarstjórnarbekkurinn á Jólakettinum

Minnum á bæjarstjórnarbekkinn sem verður á markaði Jólakattarins að Valgerðarstöðum laugardaginn 14. desember frá klukkan 11:00 til 16:00.
Lesa

Lokanir og skert þjónusta vegna veðurs miðvikudaginn 11. des

Miðvikudaginn 11. des verður Stólpa og Dagdvöl aldraðra lokað vegna veðurs og akstursþjónusta fyrir fatlaða fellur niður nema í bráðatilfellum. Starfsfólk Stólpa aðstoðar í búsetu fatlaðra þar sem allir eru heima.
Lesa

Allt skólahald fellur niður á Fljótsdalshéraði.

Allt skólahald á Fljótsdalshéraði verður fellt niður á morgun miðvikudaginn 11. desember vegna slæms veðurútlits. Aðgerðastjórn fundaði í dag bæði á Egilsstöðum og á Eskifirði. Líkur eru á að veðrið verði afspyrnuslæmt á norðanverðu svæðinu, Egilsstöðum til Vopnafjarðar.
Lesa