Yfirlit frétta

Fitan í flöskur

Á 40. afmælisári sínu, á síðasta ári, setti Hitaveita Egilsstaða og Fella af stað langtímaverkefni sem í felst að hvetja íbúa til að setja ekki fitu og olíur í fráveitukerfi sveitarfélagsins. Öllum íbúum standa því til boða, án endurgjalds, söfnunartrektar með loki til að skrúfa á einnota plastflöskur, en í þær má setja fituna og olíur. Þegar flöskurnar eru fullar má skila þeim á móttökustöð.
Lesa

Könnun um ánægju íbúanna með þjónustu sveitarfélaga

Vikurnar kringum síðustu áramót gerði Gallup skoðanakönnun í tuttugu stærstu sveitarfélögum landsins þar sem könnuð var ánægja íbúanna með þjónustu sveitarfélaganna. Um var að ræða tilviljunarúrtak úr Viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá, 18 ára og eldri.
Lesa

Hvað er besta nafnið fyrir nýja sveitarfélagið?

Nokkur umræða er nú hafin á ýmsum Facebook síðum um mögulegt nafn á nýju sveitarfélagi. Gaman væri ef umræðan færi fram á Facebook síðunni sem gerð var vegna undirbúnings sameiningarinnar, Sveitarfélagið Austurland.
Lesa

Opið í Samfélagssmiðjunni á fimmtudaginn

Fimmtudaginn 23. janúar verða kjörnir fulltrúar og starfsfólk til viðtals í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), milli klukkan 12 og 18.
Lesa

Áfram unnið að örnefnaskráningu

Nú er liðið rúmt ár síðan Fljótsdalshérað og Landmælingar Íslands gerðu með sér samstarfssamning um að skrá örnefni á Fljótsdalshéraði og koma þeim í landfræðilegt upplýsingakerfi Landmælinga Íslands.
Lesa

Þorrablótslokanir í Íþróttamiðstöðinni

Vegna Þorrablóts Egilsstaðabúa sem haldið verður á bóndadag föstudaginn 24. janúar 2020 lokað í Íþróttamiðstöðinni seinni part vikunnar.
Lesa

Hvað á sveitarfélagið að heita?

Áætlað er að samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi fari fram atkvæðagreiðsla meðal íbúa um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Valið mun standa á milli tillagna sem hlotið hafa jákvæða umsögn Örnefnanefndar. Atkvæðagreiðslan verður leiðbeinandi, en nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn í samræmi við sveitarstjórnarlög.
Lesa

Íþróttafólk Fljótsdalshéraðs 2019

Á bæjarstjórnarfundi rétt í þessu voru veittar viðurkenningar þeirri konu og þeim karli sem hlutu titlana Íþróttakona og Íþróttakarl Fljótsdalshéraðs 2019. Voru það Lísbet Eva Halldórsdóttir fimleikakona og Gabríel Arnarsson kraftlyftingamaður sem hlutu titlana.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 15. janúar

306. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 15. janúar 2020og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Íslenska fyrir útlendinga / Icelandic Courses / Język islandzki dla obcokrajowców

Námskeið í íslensku hjá Austurbrú hefjast í janúar. - Icelandic courses start in January. - Islandzki rozpoczynają się kursy w styczniu.
Lesa