Yfirlit frétta

Jólatré hirt á fimmtudag og laugardag

Rekstrarfélag Hattar tekur að sér að hirða upp jólatré á Egilsstöðum og í Fellabæ og á Eiðum og Hallormsstað í þessari viku. Fólki er bent á að setja trén við götuna/bílastæðið til að auðvelda störf þeirra sem koma og sækja trén.
Lesa

Tveggja Héraðsmanna minnst

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs, mánudaginn 6. janúar, var tveggja einstaklinga sem féllu frá yfir hátíðarnar minnst með þakklæti og söknuði. Þetta voru Björn Magni Björnsson sem lengi starfaði hjá sveitarfélaginu við akstursþjónustu og Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum. Vilhjálmur verður jarðsunginn í Reykjavík á föstudag en sýnt verður frá útförinni í Valaskjálf.
Lesa

Samfélagssmiðjan í janúar

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í janúar með eftirfarandi hætti, á fimmtudögum, milli klukkan 12 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri
Lesa

Þrettándagleði í Tjarnargarðinum

Þrettándagleði Hattar og Fljótsdalshéraðs verður haldin í Lómatjarnargarði á Egilsstöðum mánudaginn 6. janúar. Þar verður íþróttafólki Hattar ársins 2019 veittar viðurkenningar auk þess sem starfsmerki Hattar verða afhent, lúðrasveitin leikur nokkur lög og að lokum sér Björgunarsveitin á Héraði um glæsilega flugeldasýningu.
Lesa

Náttúrumæraskráin í nýjan búning

Nýlega var vefsíðan Náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs færð í nýjan og aðgengilegri búning. Náttúrumæraskrána tók Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur á Egilsstöðum saman fyrst árið 1998 í tengslum við gerð svæðisskipulags og endurskoðaði hana síðan 2007-2008 í tengslum við gerð aðalskipulags fyrir Fljótsdalshérað.
Lesa

Áramótabrenna á Egilsstöðum

Áramótabrennan sem haldin er í samstarfi Björgunarsveitarinnar Hérað og Fljótsdalshéraðs verður á Egilsstaðanesi 31. desember. Kveikt verður í brennunni klukkan 16:30 og flugeldasýningin hefst klukkan 17:00. Tónlistarflutningur og von er á óvæntum gestum ofan úr fjöllum.
Lesa

Stofnfundur Hinsegin Austurlands

Stofnfundur félagsins Hinsegin Austurlands var haldinn þann 28. desember 2019 en tilgangur félagsins er, samkvæmt samþykktum þess, að vera stuðnings- og fræðslusamtök fyrir hinsegin fólk á Austurlandi, þar á meðal samkynhneigða, tvíkynhneigða, transfólk, intersex og annarra sem skilgreina sig hinsegin, auk aðstandenda þeirra og velunnara.
Lesa

Auglýst eftir umsóknum úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs

Auglýstir eru til umsóknar styrkir úr Atvinnumálasjóði Fljótsdalshéraðs, með umsóknarfresti til og með 31. janúar 2020. Markmið sjóðsins er að efla atvinnutengda starfsemi og búsetu á Fljótsdalshéraði.
Lesa

Gleðileg jól

Fljótsdalshérað óskar öllum íbúum sveitarfélagsins sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Lesa

Íþróttafólk Fljótsdalshéraðs 2019

Íþrótta- og tómstundanefnd lagði til í ár að sveitarfélagið stæði árlega fyrir kjöri og útnefningu íþróttafólks Fljótsdalshéraðs. Tilgangurinn er að vekja athygli á því góða íþrótta- og heilsueflingarstarfi sem unnið er á Fljótsdalshéraði. Hlutgengi í kjörinu hefur allt það íþróttafólk, 14 ára og eldra, sem er í íþróttafélögum á Héraði. Íþrótta- og tómstundanefnd valdi sex manns úr þeim tilnefningum sem bárust frá félögum og deildum og kosið var milli þeirra í rafrænni íbúakosningu. Íþróttafólkinu verður veitt viðurkenning á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs árs, þann 15. janúar 2020.
Lesa