Yfirlit frétta

Leikhópurinn Lotta sýnir Hans klaufa

Leikhópurinn Lotta kemur í Egilsstaði laugardaginn 14. mars og ætla að sýna fjölskyldusöngleikinn Hans Klaufa í Valaskjálf klukkan 11:00 og aftur kl 14:00.
Lesa

Tilkynning frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Fljótsdalshérað hefur ákveðið að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa og grípa til aukinna aðgerða í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við Sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Ákvörðun um þessa ráðstöfun er tekin með tilliti til hagsmuna fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Lesa

Fljótsdalshérað auglýsir styrki til íþrótta- og tómstundastarfs

Íþrótta- og tómstundanefnd Fljótsdalshéraðs auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. mars 2020. Fljótsdalshérað veitir styrki til einstaklinga, hópa, félagssamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna.
Lesa

Skapandi sumarstörf á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð

Sveitarfélögin Fjarðabyggð og Fljótsdalshérað leita að ungu fólki sem fætt er á árunum 1995 til 2003 til að taka þátt í skapandi starfi í allt að tíu vikur á tímabilinu 1. júní til 28. ágúst 2020. Skapandi sumarstörf eru hugsuð fyrir einstaklinga og hópa sem hafa áhuga á að efla listsköpun sína og um leið glæða sveitarfélögin lífi með listrænum og skapandi uppákomum. Umsóknarfrestur er til og með 22. mars 2020.
Lesa

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019

Ársreikningur Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2019 lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs þann 4. mars 2020 samþykktur og áritaður af bæjarráði og bæjarstjóra. Samkvæmt sveitarstjórnalögum skal fjalla um ársreikninginn á tveimur fundum í sveitarstjórn og er áætlað að síðari umræða fari fram miðvikudaginn 18. mars 2020.
Lesa

Viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni

Á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is eru upplýsingar um viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni uppfærðar jöfnum höndum. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út og helstu einkenni hennar og hvernig draga má úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum.
Lesa

Ráðherra kynnir áform um Hálendisþjóðgarð

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, kynnir áform um stofnun Hálendisþjóðgarðs á opnum fundi á Hótel Héraði, Egilsstöðum fimmtudaginn 5. mars klukkan 20:00. Fundurinn er sá síðasti af átta í röð kynningarfunda vítt og breitt um landið.
Lesa

Samfélagssmiðjan í mars – verið velkomin

Viðtalstímar kjörinna fulltrúa og starfsfólks stjórnsýslu Fljótsdalshéraðs í Samfélagssmiðjunni að Miðvangi 31 (þar sem Fóðurblandan var), verða í mars með eftirfarandi hætti, á fimmtudögum, milli klukkan 14 og 18. Samfélagssmiðjunni er ætlað að vera vettvangur íbúa sveitarfélagsins til að koma sínum hugmyndum og athugasemdum á framfæri. Vakin er athygli á því að starfsfólk Umboðsmanns barna verður með aðstöðu í Samfélagssmiðjunni dagana 9.-13. mars.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 4. mars

Miðvikudaginn 4. mars 2020 kl. 17:00 verður 309 fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Gönguskíðanámskeið fyrir grunnskólakrakka

Um helgina verður haldið gönguskíðanámskeið á Egilsstöðum á vegum Skíðafélagsins í Stafdal. Í tengslum við það námskeið gefst krökkum á grunnskólaaldri kostur á að prufa gönguskíði á morgun, laugardaginn 29. febrúar, milli klukkan 12:30 og 14:00 og fá leiðsögn reyndra þjálfara frá skíðagöngufélagi Ólafsfjarðar.
Lesa