20.03.2020
kl. 16:36
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna COVID-19 faraldursins er mikilvægt að við, íbúar Austurlands, stöndum öll saman og hugum að velferð allra í okkar samfélagi. Lögregla, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustur svæðisins þekkja vel til sinna skjólstæðinga og reyna að sinna öllum vel í því ástandi sem við tökumst nú á við. Til þess að fyrirbyggja að einhver sem er einangraður og/eða þarfnast þjónustu fari fram hjá okkur, biðlum við til almennings um að fylgjast með nágrönnum og ættingjum og láta vita ef grunur leikur á að einhver þurfi á stuðningi okkar að halda.
Lesa
20.03.2020
kl. 10:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið að því undanfarna daga að laga starfsemi stofnana sveitarfélagsins að þeim áætlunum og tilmælum sem gefin hafa verið út vegna Covid 19 faraldursins, oft með stuttum fyrirvara. Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu vikurnar. Hér á eftir er samantekt á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á vegum sveitarfélagsins
Lesa
20.03.2020
kl. 09:40
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Sveitarfélagið Fljótsdalshérað óskar eftir tilboðum í verkið: Egilsstaðaskóli, nýjar kennslustofur.
Lesa
19.03.2020
kl. 13:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Með vísan til þess að heilbrigðisráðherra hefur á grundvelli sóttvarnalaga takmarkað samkomur tímabundið í fjórar vikur til að hægja á útbreiðslu COVID-19 hafa sveitarstjórnir Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar lagt til við samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra að sveitarstjórnarkosningum sem fram eiga að fara 18. apríl næstkomandi verði frestað.
Lesa
19.03.2020
kl. 11:11
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Stýrihópur Heilsueflandi samfélags á Fljótsdalshéraði beinir því til umhverfis- og framkvæmdanefndar að passa upp á að aðgengi að öllum stofnunum sveitarfélagsins sé þannig, nú þegar gjarnan er mikill snjór og hálka og veður mjög misjöfn dag frá degi, að allt fólk, óháð ferðamáta og aðstæðum, komist hæglega að þjónustu.
Lesa
16.03.2020
kl. 14:33
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri.
Lesa
16.03.2020
kl. 11:36
Fréttir
Hrund Erla
Miðvikudaginn 18. mars 2020 klukkan 17:00 verður 310. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn í fundarsal bæjarstjórnar. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
15.03.2020
kl. 10:50
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Starfsemi Hitaveitu Egilsstaða og Fella flokkast með mikilvægum innviðum samfélagsins. Því hefur verið gripið til þess að loka móttöku skrifstofunnar, Einhleypingi 1, Fellabæ. HEF hefur dreift starfsfólki sínu á 4 starfsstöðvar til að takmarka nánd starfsfólks eins og mögulegt er, án þess að þjónusta og afhendingaröryggi skerðist.
Lesa
11.03.2020
kl. 09:58
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Hægt verður að hitta starfsfólk Umboðsmanns barna í Samfélagssmiðjunni á Egilsstöðum, fimmtudaginn 12. mars, frá klukkan 14:00 til 18:00. Með þeim verða til viðtals þær Anna Alexandersdóttir, formaður bæjarráðs og formaður félagsmálanefndar og Helga Guðmundsdóttir, fræðslustjóri milli klukkan 14 og 16 og þær Berglind Harpa Svavarsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður fræðslunefndar og Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri milli klukkan 16 og 18.
Lesa
10.03.2020
kl. 12:23
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Íbúar í nýsameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi greiða atkvæði um sex nafnatillögur í íbúakosningum sem fram fara 18. apríl. Þá hefur Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneytið staðfest Samþykkt um stjórn sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar nr.190/2020 og fyrirtækjaskrá Skattsins hefur gefið út kennitölu sveitarfélagsins. Sveitarfélagið er því formlega orðið til en tekur til starfa eftir kosningarnar og fær í kjölfarið nafn.
Lesa