10.04.2020
kl. 16:36
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því átta í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel. Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því fimm á Austurlandi.
Lesa
09.04.2020
kl. 17:46
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Eitt nýtt smit kom upp á Austurlandi síðastliðin sólarhring og þau þá átta talsins í heildina. Hinn smitaði var í sóttkví þegar hann greindist. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví fækkar enn í fjórðungnum, eru 27 en voru 31 í gær.
Lesa
08.04.2020
kl. 18:10
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Að tillögu bæjarráðs samþykkti bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs á fundi sínum 1. apríl sl. að eindagi fasteignagjalda vegna apríl og maí 2020 verði þannig:
Gjalddagi 1. apríl verði með eindaga í lok nóvember 2020.
Gjalddagi 1. maí verði með eindaga í lok desember 2020.
Lesa
08.04.2020
kl. 18:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær.
Lesa
08.04.2020
kl. 15:05
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Lesa
07.04.2020
kl. 17:19
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Staða mála er enn óbreytt á Austurlandi hvað smit varðar, sjö eru í einangrun og hefur ekki fjölgað síðastliðna sex sólarhringa. Engin ný smit hafa komið upp. 38 eru í sóttkví og fækkað um 16 frá í gær.
Lesa
06.04.2020
kl. 18:01
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Sjö eru enn í einangrun á Austurlandi smitaðir af COVID-19 veirunni. Engin ný smit hafa komið upp síðastliðna fimm sólarhringa.
Í sóttkví eru 54 og þeim því fækkað um 22 frá í gær.
Lesa
06.04.2020
kl. 14:46
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Enn er leyfilegt að ganga og hlaupa á hlaupabrautinni á Vilhjálmsvelli.
Í dag voru sett upp skilti við völlinn þar sem fólk er minnt á að fara í einu og öllu eftir þeim tilmælum sem Almannavarnir gefa út. Sýnum hvert öðru tillitsemi og virðingu, virðum 2 metra regluna og söfnumst ekki saman í hópum á vellinum.
Lesa
06.04.2020
kl. 10:58
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Skógræktin ruddi fleiri leiðir um Hallormsstaðaskóg fyrir helgi til að fólk geti valið um gönguleiðir. Einnig er búið að gera síðu þar sem kemur fram hvaða leiðir í skóginum eru færar til göngu og þar mun koma inn smá saman þegar fleiri leiðir verða færar.
Lesa
06.04.2020
kl. 09:49
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Gámafélagið vill koma á framfæri að í dag mánudaginn 6. apríl verða brúnu tunnurnar tæmdar í dag í Fellabæ og á Egilsstöðum. Íbúar eru því beðnir um að hafa tunnurnar aðgengilegar.
Lesa