- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Ragnhildur Ásvaldsdóttir tók við starfi forstöðumanns Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs 1. október. Hún tekur við starfinu af Kristínu Amalíu Atladóttur sem verið hefur forstöðumaður miðstöðvarinnar frá því í byrjun árs 2017. Um leið og Kristínu eru þökkuð góð störf fyrir menningarmiðstöðina þá bjóðum við Ragnhildi velkomna.
Ragnhildur er með MA gráðu í hagnýtri menningarmiðlun og B.A. próf í kvikmyndagerð frá Colombia College í Chicago. Ragnhildur hefur undanfarin ár búið í Alta í Noregi þar sem hún hefur kennt fjölmiðlun, menningarmiðlun, ljósmyndun og kvikmyndagerð við Norges Artic University í Tromsö. Hún hefur einnig stýrt listagalleríi, Alta Kunstforening, sem rekið er af listafólki og áhugafólki um myndlist. Þá hefur hún starfað að heimildamyndagerð og dagskrárgerð fyrir sjónvarp.
Netfang Ragnhildar er ragnhildurasvalds@egilsstadir.is