Upplýsingar vegna Covid-19

Til íbúa Fljótsdalshéraðs vegna samkomubanns - uppfært 23.mars

Starfsfólk sveitarfélagsins hefur unnið að því undanfarna daga að laga starfsemi stofnana sveitarfélagsins að þeim áætlunum og tilmælum sem gefin hafa verið út vegna Covid 19 faraldursins, oft með stuttum fyrirvara. Ljóst er að starfsemi og þjónusta sveitarfélagsins verður með breyttu sniði næstu vikurnar. Hér á eftir er samantekt á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til á vegum sveitarfélagsins
Lesa

Tilmæli frá Íslenska gámafélaginu

Vegna Covid-19 faraldursins vill Íslenska gámafélagið koma eftirfarandi tilmælum á framfæri.
Lesa

Skrifstofa HEF lokar - Covid-19

Starfsemi Hitaveitu Egilsstaða og Fella flokkast með mikilvægum innviðum samfélagsins. Því hefur verið gripið til þess að loka móttöku skrifstofunnar, Einhleypingi 1, Fellabæ. HEF hefur dreift starfsfólki sínu á 4 starfsstöðvar til að takmarka nánd starfsfólks eins og mögulegt er, án þess að þjónusta og afhendingaröryggi skerðist.
Lesa

Tilkynning frá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs

Fljótsdalshérað hefur ákveðið að takmarka þjónustu við viðkvæma hópa og grípa til aukinna aðgerða í kjölfar þess að Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við Sóttvarnalækni vegna kórónaveiru (COVID-19). Ákvörðun um þessa ráðstöfun er tekin með tilliti til hagsmuna fólks sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma.
Lesa

Viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni

Á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is eru upplýsingar um viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni uppfærðar jöfnum höndum. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út og helstu einkenni hennar og hvernig draga má úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum.
Lesa

Tilkynning til íbúa Egilsstöðum og Seyðisfirði vegna Covid 19

Lögreglan á Austurlandi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu í dag vegna Covid 19 veirunnar: Til að tryggja upplýsingaflæði til farþega í Norrænu og á alþjóðaflugvellinum á Egilsstöðum munu, af hálfu Almannavarnardeildar Ríkislögreglustjóra, leiðbeiningar sendar þeim með SMS skilaboðum þegar þeir koma til landsins.
Lesa