Upplýsingar vegna Covid-19

Á vefsíðu Landlæknis www.landlaeknir.is eru upplýsingar um viðbrögð við COVID-2019 kórónaveirunni uppfærðar jöfnum höndum. Þar er farið yfir hvernig veiran breiðist út og helstu einkenni hennar og hvernig draga má úr sýkingarhættu. Þar segir meðal annars að almenningur geti með auðveldum hætti dregið úr sýkingarhættu með því að gæta vel að persónulegu hreinlæti. Handþvottur og almennt hreinlæti í kringum augu, nef og munn og það að forðast að heilsa með handabandi hefur lykilþýðingu við að forðast smit og fækka smitleiðum.

Nýja kórónaveiran (COVID-19) hagar sér í sumu eins og inflúensa, einkenni eru svipuð og smitleiðir áþekkar. Einkenni eru helst hósti, hiti, bein- og vöðvaverkir, þreyta o.s.frv. Veiran getur valdið alvarlegum veikindum hjá þeim sem veikir eru fyrir og lýsir það sér með sýkingum í neðri öndunarfærum og lungnabólgu, sem koma oft fram sem öndunarerfiðleikar á 4.-8. degi veikinda.

Hafið samband við 1700 (fyrir erlend símanúmar +354 544-4113) ef grunur vaknar um smit. Þessir einstaklingar eru sérstaklega beðnir um að mæta ekki á bráðamóttöku sjúkrahúsa eða á heilsugæslustöðvar nema að fengnum ráðleggingum í síma.

Vefur Landlæknis vegna kórónaveirunnar