Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðastjórn 25.apríl

Fjöldi greindra smita á Austurlandi er óbreyttur sem fyrr. Átta smit hafa greinst. Einn er í einangrun. Sjö eru í sóttkví. Þegar litið er til þróunar í fjölda smita á svæðinu er ljóst að faraldurinn er á undanhaldi. Það má ekki síst þakka samheldni okkar og árvekni við að koma í veg fyrir smit. Höldum því áfram svo ekki komi bakslag og gleðjumst 4. maí þegar reglur verða rýmkaðar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 24.apríl

Einn er í einangrun af átta sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi en sjö er batnað. Þá eru sjö í sóttkví. Aðgerðastjórn áréttar að nýjar takmarkanir á samkomum taka gildi 4. maí. Því eru, til þess tíma, enn í gildi takmarkanir við notkun spark- og íþróttavalla, fjöldatakmörkun sem miðar við tuttugu manns, tveggja metra nálægðarmörk og svo framvegis.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 23.apríl

Af átta smituðum á Austurlandi er einn enn í einangrun. Sex eru í sóttkví. Þá eru níu einstaklingar í svokallaðri sóttkví B.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 22.apríl

Af þeim átta sem greinst hafa með COVID-19 veiruna á Austurlandi hafa sjö þeirra nú náð heilsu á ný. Einn er enn í einangrun. Tólf eru í sóttkví, tveimur færri en í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 21.april

Tveir eru enn í einangrun af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi. Fjórtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi hefur haft af því áhyggjur að með hækkandi sól muni óheftur ferðamannafjöldi erlendis frá óhjákvæmilega auka smithættu á svæði sem er viðkvæmt fyrir. Því er það mat aðgerðastjórnar að tillaga sóttvarnalæknis um tímabundna fjórtán daga sóttkví ferðamanna sé mikilvæg og þörf ráðstöfun að svo komnu máli.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 20.apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 19.apríl

Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 18.apríl

Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví. Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi vilja minna á nauðsyn þess að huga að andlegri heilsu og velferð hjá bæði sjálfum sér og samferðafólkinu á þessum óvenjulegu tímum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 17.apríl

Smit á Austurlandi eru átta talsins. Síðast kom upp smit 9. apríl. Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
Lesa