Upplýsingar vegna Covid-19

Tilkynning frá aðgerðastjórn 15.apríl

Af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir í einangrun. Sex hafa náð bata. Tuttugu eru í sóttkví.
Lesa

Austurland á tímum kórónaveirunnar

Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hafa tekið höndum saman um ljósmyndaverkefni sem miðar að því að safna samtímaheimildum um Austurland á tímum kórónaveirunnar.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 14.apríl

Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 13.april

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 12.apríl

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 11.apríl

Engin smit hafa komið upp í fjórðungnum síðasta sólarhringinn. Átta hafa því samanlagt greinst smitaðir á Austurlandi, þar af eru fimm í einangrun en þrír náð bata. Í sóttkví eru 23 og þeim því fækkað um fimm frá í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 10.apríl

Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því átta í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel. Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því fimm á Austurlandi.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 9. apríl

Eitt nýtt smit kom upp á Austurlandi síðastliðin sólarhring og þau þá átta talsins í heildina. Hinn smitaði var í sóttkví þegar hann greindist. Fjöldi þeirra sem eru í sóttkví fækkar enn í fjórðungnum, eru 27 en voru 31 í gær.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 8. apríl

Af þeim sjö sem smitast hafa af COVID-19 á Austurlandi eru tveir nú komnir úr einangrun. Engin ný smit hafa komið upp undanfarna sjö sólarhringa. Í sóttkví eru 31 og fækkar því um sjö frá í gær.
Lesa

Góð ráð til foreldra á tímum Covid-19 faraldursins

Félagsmálaráðuneytið, heilbrigðisráðuneytið og Embætti landlæknis hafa tekið höndum saman við útgáfu góðra ráða til foreldra á tímum COVID-19 faraldursins. Foreldraráðin eru meðal annars unnin í samstarfi við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) og UNICEF.
Lesa