Ekkert nýtt smit kom upp undanfarinn sólarhring á Austurlandi. Smit eru því átta í heildina. Síðasta smit kom upp á Egilsstöðum fyrir tveimur dögum síðan. Sá var í sóttkví og smitrakning gekk vel.
Þrír eru útskrifaðir af þeim sem smitast hafa. Í einangrun eru því fimm á Austurlandi.
Í sóttkví eru 28 sem þýðir örlitla fjölgun, en á sama tíma og einhverjir hafa lokið sinni sóttkví hafa aðeins fleiri bæst við. Það er fólk er kom erlendis frá og fór í sóttkví í samræmi við reglu.
Engar tilkynningar hafa borist um smit hjá þeim fimmtán hundruð sem skimaðir voru um síðustu helgi og á mánudag. Formlegrar niðurstöðu er beðið.
Aðgerðastjórn á Austurlandi áréttar við alla íbúa að gæta að sóttvörnum sem fyrr og fylgja öllum leiðbeiningum í hvívetna. Verum árvökul.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.