Fréttir

Ný gjaldskrá byggingarfulltrúa samþykkt

Ný gjaldskrá um gatnagerðargjald, byggingarleyfisgjald og þjónustugjöld byggingarfulltrúa á Fljótsdalshéraði var samþykkt af bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs 15. febrúar síðastliðinn og var birt í Stjórnartíðinum þann 10. mars.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

253. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 15. mars 2017 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Svæðistónleikar Nótunnar fyrir Norður- og Austurland 2017

Svæðistónleikar Nótunnar, uppskeruhátiðar tónlistarskólanna, fyrir Norður- og Austurland verða haldnir í Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. mars.
Lesa

Samstarfssamningur um Heilsueflandi samfélag

Í morgun, 8. mars, var samstarfssamningur á milli Fljótsdalshéraðs og Embættis landlæknis um þróunarverkefnið Heilsueflandi samfélag undirritaður á skrifstofu sveitarfélagsins.
Lesa

Bókun Bæjarráðs Fljótsdalshéraðs vegna samgöngumála

Á fundi bæjarráðs Fljótsdalshéraðs 6. mars voru ræddar nýjustu upplýsingar um fjárveitingar í tengslum við samgönguáætlun 2015-2018, sem samþykkt var á nýliðnu hausti.
Lesa

Fjögur mál á fundi ungmennaráðs og bæjarstjórnar

Sameiginlegur fundur ungmennaráðs og bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs fór fram 1. mars síðast liðinn. Fundir sem þessir eru haldnir einu sinni til tvisvar á ári.
Lesa

Þjónustuhúsið á Vatnsskarði tilnefnt til menningarverðlauna DV

Þjónustuhúsið á Vatnsskarði, sem Fljótsdalshérað og Borgarfjarðarhreppur standa að, hefur verið tilnefnt til Menningarverðlauna DV 2016 í flokknum arkitektúr. Hönnuður hússins er Eirik Rönning Andersen frá Zero Impact Strategies.
Lesa

Upptöku- og útvarpsnámskeið KrakkaRÚV

Helgina 4. og 5. mars verður haldið Upptöku- og útvarpsnámskeið á vegum KrakkaRÚV í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum. Námskeiðinu stjórnar Sigyn Blöndal.
Lesa

Öskudagur á bæjarskrifstofunni

Öskudagurinn er í dag. Eins og alltaf mætir fjöldi barna á skrifstofu sveitarfélagsins og syngur fyrir starfsfólkið sem eins og börnin klæðir sig upp í tilefni dagsins. Þegar tækifæri gefst er líka spilað undir söng barnanna.
Lesa