Svæðistónleikar Nótunnar, uppskeruhátiðar tónlistarskólanna, fyrir Norður- og Austurland verða haldnir í Egilsstaðakirkju laugardaginn 18. mars. Um tvenna tónleika verður að ræða, klukkan 14:00 og 16:00. Lokaathöfn og verðlaunaafhending fer síðan fram klukkan 18:00. Alls taka þrettán tónlistarskólar af Norður- og Austurlandi þátt og verður um mjög fjölbreytt atriði að ræða.
Valnefnd velur sjö atriði á tónleikunum sem öðlast rétt til þátttöku á lokahátíð Nótunnar í Hörpu, en sú nefnd er skipuð Hólmfríði Benediktsdóttur, söngkonu, söngkennara og kórstjóra, Jóhanni Morávek, skólastjóra Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu, og Magnúsi Magnússyni, fyrrum skólastjóra Tónlistarskólans á Egilsstöðum.
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.