Fréttir

Ástarljóð á Valentínusardegi

Ástarljóð í Sláturhúsinu í tilefni af degi elskenda þann 14. febrúar. Austfirsk skáld og lesarar flytja ástaróði og boðið verður upp á kaffi og súkkulaði.
Lesa

Föngun villikatta

Dagana 18. febrúar til og með 8. mars standa Fljótsdalshérað og Heilbrigðiseftirlit Austurlands fyrir föngun ómerktra katta á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Lesa

Leikskólabörn heimsóttu bæjarskrifstofuna

Að venju glöddu elstu leikskólabörnin á leikskólanum Tjarnarskógi starfsfólk bæjarskrifstofunnar með nærveru sinni á degi leikskólans, 6. febrúar. Í þetta sinn er elsti árgangur leikskólans svo fjölmennur að hópunum var tvískipt svo hægt væri finna sæti fyrir þau öll í bæjarstjórnarsalnum þar sem bæjarstjóri og fræðslustjóri tóku á móti hópunum.
Lesa

Rappnámskeiði frestað

Rappnámskeiðinu sem halda átti í Sláturhúsinu nú um helgina, 9. og 10. febrúar, verður frestað fram í mars.
Lesa

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn

lþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019 er í dag, 6. febrúar 2019, en það er SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun sem hefur haft veg og vanda af dagskrá netöryggisdagsins síðustu ár.
Lesa

Jobbi í Myndsmiðjunni fékk Þorrann 2019

Jósef Marinósson ljósmyndari, Jobbi í Myndsmiðjunni, hlaut Þorrann 2019 á Þorrablóti Egilsstaða á bóndadag
Lesa

Tannverndarvika 4.-8. febrúar 2019

Embætti landlæknis og Tannlæknafélag Íslands standa fyrir tannverndarviku 4.-8. febrúar 2019 með skilaboðum til landsmanna um að huga vel að tannheilsunni og skráningu hjá heimilistannlækni. Sérstök áhersla tannverndarvikunnar í ár verður lögð á tannheilsu fólks með geðraskanir.
Lesa

Lífshlaupið 2019 hefst 6. febrúar

Dagana 6. – 25. febrúar 2019 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar 6. febrúar

288. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar miðvikudaginn 6. febrúar 2019 og hefst hann klukkan 17:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Vallastjóri ráðinn

Guðjón Hilmarsson hefur verið ráðinn vallastjóri Vilhjálmsvallar og Fellavallar á Fljótsdalshéraði. Starf vallastjóra er nýtt starf hjá sveitarfélaginu, en undanfarin ár hefur umsjón og umhirða íþróttavallanna verið leyst með samningi við Hött rekstrarfélag sem hefur að mestu séð um verkefnið.
Lesa