Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2019 er í dag, 6. febrúar 2019, en það er SAFT, vakningarverkefni Heimilis og skóla um jákvæða og örugga netnotkun sem hefur haft veg og vanda af dagskrá netöryggisdagsins síðustu ár.
Í tilefni dagsins er hægt að mæla með því að foreldrar og börn kíki á vefsíðu SAFT, þar sem hægt er að finna ýmsan fróðleik varðandi örugga netnotkun. Meðal annars má þar finna glænýjan bækling sem nefnist Ung börn og snjalltæki, en honum verður einnig dreift í alla leikskóla landsins nú í febrúar.
Þá má benda á að Barnaheill – Save the Children á Íslandi, í samstarfi við ríkislögreglustjóra, starfrækir ábendingalínu fyrir ólöglegt og óviðeigandi efni á neti. Ábendingahnappinn má finna á heimasíðum lögreglunnar, SAFT og Barnaheilla.
Hægt er að fylgjast með viðburðum dagsins á Fésbókar- og Twittersíðum SAFT. Við hvetjum alla sem taka þátt í deginum til að segja frá viðburðum á þessum miðlum og merkja #SAFT og #SID2019
SAFT – samfélagið, fjölskylda og tækni: https://saft.is/
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.