- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Dagana 6. – 25. febrúar 2019 fer fram vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, en í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni hreyfingu og auka hana eins og kostur er.
Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra aldurshópa. Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til þess að huga að sinni daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er þ.e. í frítíma, vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Í ráðleggingum Embætti landlæknis um hreyfingu er börnum og unglingum ráðlagt að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.
Þjónustusamfélagið á Héraði hvetur aðila í sveitarfélaginu til að taka þátt í Lífshlaupinu með virkum og áberandi hætti, en hægt er að skora á önnur fyrirtæki og þannig efla heilbrigða samkeppni á öðrum vettvangi en vanalega.
Óhætt er að hvetja alla til að taka þátt í Lífshlaupinu, bæði á meðan á því formlega stendur og alla aðra daga ársins, en hægt er að sjá allt um verkefnið á Lífshlaupið.is og nánari upplýsingar og ráðleggingar um hreyfingu má finna á heimasíðu Embættis landlæknis.