- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Dagana 18. febrúar til og með 8. mars standa Fljótsdalshérað og Heilbrigðiseftirlit Austurlands fyrir föngun ómerktra katta á Egilsstöðum og í Fellabæ.
Eigendum skráðra og ormahreinsaðra katta er bent á að halda sínum dýrum inni á nóttunni þessa daga, en einnig eru eigendur óskráðra katta og hunda hvattir til að láta sem allra fyrst, skrá dýr sín hjá sveitarfélaginu skv. reglum þar um.
Merktum og skráðum köttum sem villast í búrin, verður sleppt hafi ekki verið sérstaklega undan þeim kvartað.
Auglýsing þessi og fyrirhugaðar aðgerðir eru skv. 10. gr. samþykktar um kattahald og gæludýrahald annarra dýra en hunda í sveitarfélaginu, frá árinu 2015 og skv. lögum um velferð dýra nr. 55/2013 m.s.br.