Fréttir

Hvar er ég á kjörskrá? Kosningar á Austurlandi

Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs sem fara fram 19. september næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni.
Lesa

Vetrarstarf í tómstundum á Fljótsdalshéraði

Nú er allt vetrarstarf í öllum tómstundum á Fljótsdalshéraði að hefjast. Að venju er gríðarleg fjölbreytni í skipulögðu tómstundastarfi á Héraði og ættu öll börn og ungmenni að finna eitthvað við hæfi.
Lesa

Breytingar á sorphirðu

Í þéttbýli Fljótsdalshéraðs er nú notaður tveggja hólfa bíll sem losar gráu og brúnu tunnurnar á sama tíma. Lífrænn eldhúsúrgangur og almennt sorp er því losað í sömu ferð, en hráefnunum haldið aðskildum í mismunandi hólfum
Lesa

Auglýsing um framboð til sveitarstjórnar og sveitarstjórnarkosningar

Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar hefur móttekið og staðfest sem gilda framboðslista fimm eftirtalinna framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar, sem fram munu fara þann 19. september 2020.
Lesa

Dansnámskeið á Egilsstöðum í september

Dansskóli Austurlands býður upp á dansnámskeið í nútímadansi og dansleikum fyrir börn og unglinga frá 8 til 15 ára aldri. Námskeiðið hefst í dag og lýkur 1. október. Einnig verður boðið uppá tvö helgarnámskeið fyrir 16 ára og eldri.
Lesa

Deiliskipulagstillaga kynnt á Facebook

Vakin er athygli á því að í dag, þriðjudaginn 1. september klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfjarfundur um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer kynningin fram í gegnum Facebook síðu Fljótsdalshéraðs.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 2. september

Miðvikudaginn 2. september 2020 klukkan 17:00 verður 319. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum
Lesa

Tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Rannsókn á áhrifum samgönguúrbóta

Austurbrú kannar viðhorf Austfirðinga til samgönguúrbóta og hversdagslegra þátta sem tengjast samgöngum. Góð svörun er mikilvæg og því eru eru íbúar á Austurlandi hvattir til að svara könnunni en það tekur að meðaltali um 10-15 mínútur.
Lesa

6 í einangrun 22 í sóttkví

Sex eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Tuttugu og tveir eru í sóttkví. Rétt um 160 farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Þeir fóru allir í sýnatöku um borð og ættu niðurstöður að liggja fyrir innan sólarhrings.
Lesa