03.09.2020
kl. 17:26
Jóhanna Hafliðadóttir
Þjóðskrá Íslands hefur opnað fyrir rafrænan aðgang að kjörskrárstofni svo kjósendur geti með einföldum hætti kannað hvort þeir eru skráðir á kjörskrá í sveitarstjórnarkosningum í sameinuðu sveitarfélagi Seyðisfjarðar, Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps og Fljótsdalshéraðs sem fara fram 19. september næstkomandi. Ekki er flett upp í þjóðskrá heldur er flett upp í kjörskrárstofni.
Lesa
03.09.2020
kl. 17:08
Jóhanna Hafliðadóttir
Nú er allt vetrarstarf í öllum tómstundum á Fljótsdalshéraði að hefjast. Að venju er gríðarleg fjölbreytni í skipulögðu tómstundastarfi á Héraði og ættu öll börn og ungmenni að finna eitthvað við hæfi.
Lesa
03.09.2020
kl. 11:14
Jóhanna Hafliðadóttir
Í þéttbýli Fljótsdalshéraðs er nú notaður tveggja hólfa bíll sem losar gráu og brúnu tunnurnar á sama tíma. Lífrænn eldhúsúrgangur og almennt sorp er því losað í sömu ferð, en hráefnunum haldið aðskildum í mismunandi hólfum
Lesa
01.09.2020
kl. 18:00
Jóhanna Hafliðadóttir
Yfirkjörstjórn við sveitarstjórnarkosningar í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar hefur móttekið og staðfest sem gilda framboðslista fimm eftirtalinna framboða fyrir sveitarstjórnarkosningar, sem fram munu fara þann 19. september 2020.
Lesa
01.09.2020
kl. 11:10
Jóhanna Hafliðadóttir
Dansskóli Austurlands býður upp á dansnámskeið í nútímadansi og dansleikum fyrir börn og unglinga frá 8 til 15 ára aldri. Námskeiðið hefst í dag og lýkur 1. október. Einnig verður boðið uppá tvö helgarnámskeið fyrir 16 ára og eldri.
Lesa
01.09.2020
kl. 09:13
Jóhanna Hafliðadóttir
Vakin er athygli á því að í dag, þriðjudaginn 1. september klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfjarfundur um tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer kynningin fram í gegnum Facebook síðu Fljótsdalshéraðs.
Lesa
31.08.2020
kl. 12:12
Hrund Erla
Miðvikudaginn 2. september 2020 klukkan 17:00 verður 319. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum
Lesa
28.08.2020
kl. 16:37
Hrund Erla
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa
26.08.2020
kl. 17:45
Jóhanna Hafliðadóttir
Austurbrú kannar viðhorf Austfirðinga til samgönguúrbóta og hversdagslegra þátta sem tengjast samgöngum. Góð svörun er mikilvæg og því eru eru íbúar á Austurlandi hvattir til að svara könnunni en það tekur að meðaltali um 10-15 mínútur.
Lesa
25.08.2020
kl. 15:50
Jóhanna Hafliðadóttir
Sex eru í einangrun á Austurlandi vegna COVID-19 smits. Tuttugu og tveir eru í sóttkví. Rétt um 160 farþegar komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Þeir fóru allir í sýnatöku um borð og ættu niðurstöður að liggja fyrir innan sólarhrings.
Lesa