Breytingar á sorphirðu

Í þéttbýli Fljótsdalshéraðs er nú notaður tveggja hólfa bíll sem losar gráu og brúnu tunnurnar á sama tíma.

Lífrænn eldhúsúrgangur og almennt sorp er því losað í sömu ferð, en hráefnunum haldið aðskildum í mismunandi hólfum. Með nýju umhverfisvænna fyrirkomulagi er dregið úr ferðum vegna sorphirðu sem leiðir af sér minni mengun og minna ónæði.

Nýtt sorphirðudagatal fyrir þéttbýlið