- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum 19. ágúst 2020 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Selskóg, skv. ákv. gr. 4.6.1 í skipulagsreglugerð. Skipulagstillagan er kynnt á vinnslustigi í samræmi við 4.mgr. 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er um 80 ha. að stærð. Egilsstaðabær keypti Selskóg árið 1992 og hófst þá uppbygging skógarins sem í dag er orðinn að vinsælu útivistarsvæði í jaðri þéttbýlisins á Egilsstöðum.
Í gildi er deiliskipulag fyrir umrætt svæði frá árinu 2006 og fellur það úr gildi við gildistöku nýs deiliskipulags.
Þriðjudaginn 1. september n.k. kl. 17:00 verður kynningarfjarfundur um tillöguna. Vegna samkomutakmarkana og sóttvarnarráðstafana fer kynningin fram í gegnum Facebook síðu Fljótsdalshéraðs. Hægt verður að senda inn rafrænar fyrirspurnir (komment) á meðan á fundinum stendur og verður þeim svarað að kynningu lokinni.
Tillagan er sett fram á
Tillagan er aðgengileg á vef Fljótsdalshéraðs. Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið byggingarfulltrui@fljotsdalsherad.is til og með 10. september 2020.
f.h. bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs
Sigurður Jónsson
skipulags- og byggingarfulltrúi