Fréttir

Áminning vegna notkunar Fellavallar

Það hefur verið einhver misbrestur á því að farið sé að þeim reglum sem gilda um Fellavöll eftir að hann var opnaður í vikunni. Því þarf að árétta það að völlurinn verði eingöngu notaður fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur til æfinga eða skemmtunar. Á vellinum eiga ekki að vera fleiri en 15 í einu og þarf að virða 2 metra regluna í hvívetna.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 16.apríl

Engin ný smit hafa komið upp á Austurlandi nýlega. Átta smit hafa greinst í fjórðungnum frá því faraldurinn hófst. Sex þeirra smituðu hafa náð sér. Tveir eru enn í einangrun. Sautján eru í sóttkví.
Lesa

Krabbameinsfélag Íslands opnar starfsstöð á Austurlandi

Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs 15. apríl sl. fól bæjarstjórn bæjarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samning við Krabbameinsfélag Íslands um ráðgjöf og forvarnir á Austurlandi, gegn krabbameini. Jafnframt fagnaði bæjarstjórn því að Krabbameinsfélag Íslands skuli nú staðsetja starfsmann á Austurlandi til að sinna þessari þjónustu.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 15.apríl

Af þeim átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir í einangrun. Sex hafa náð bata. Tuttugu eru í sóttkví.
Lesa

Austurland á tímum kórónaveirunnar

Minjasafn Austurlands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs hafa tekið höndum saman um ljósmyndaverkefni sem miðar að því að safna samtímaheimildum um Austurland á tímum kórónaveirunnar.
Lesa

Fellavöllur opinn að nýju með takmörkunum

Fellavöllur opinn að nýju með takmörkunum / Fellavöllur football field open again with restrictions Frá og með deginum í dag er Fellavöllur opinn fyrir íbúa í sveitarfélaginu með ákveðnum takmörkunum. Nýtum völlinn til lýðheilsu og hjálpumst öll að við að halda reglur og takmarkanir.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 14.apríl

Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.Af átta sem smitast hafa á Austurlandi eru tveir nú í einangrun en sex náð bata. Tveir bættust við í sóttkví frá í gær. Skýrist það af einstaklingum er komu erlendis frá. Í sóttkví eru samtals tuttugu og þrír.
Lesa

Bæjarstjórnarfundur 15. apríl

Miðvikudaginn 15. apríl 2020 klukkan 17:00 verður 312. fundur Bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs haldinn. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu, þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 13.april

Fjöldi smitaðra er óbreytt í fjórðungnum frá í gær. Þeir eru átta talsins, tæplega 0,1% af íbúafjölda á svæðinu. Sambærilegur hlutfallstölur fyrir landið allt er tæplega 0,5%. Af átta smituðum eru þrír í einangrun en fimm batnað.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 12.apríl

Engin ný smit komu upp síðasta sólarhring á Austurlandi. Átta hafa greinst smitaðir. Þremur hafði batnað í gær og hafa tveir nú bæst við. Þrír eru því í einangrun í fjórðungnum af átta smituðum en fimm batnað.
Lesa