Fréttir

Leikskólar - dagforeldrar

Úthlutun leikskólaplássa á leikskólum Fljótsdalshéraðs vorið 2017 er nú að fullu lokið og öllum foreldrum sem fengu úthlutun hefur verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um upphaf leikskólagöngu barna sinna. Þeir sem ekki hafa fengið svör verða áfram á umsóknarlista.
Lesa

Lokanir vegna Sumarhátíðar

Íbúum og gestum Fljótsdalshéraðs er beint á að vegna viðburða á Sumarhátíðinni verður sundlaugin á Egilsstöðum lokuð frá klukkan 10 til 14 á laugardaginn. Eins verður hluta stíga í Selskógi lokað á sunnudag milli klukkan 14 og 16.
Lesa

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar um helgina

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum 7. – 9. júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Lesa

Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina. Landmótið er vímulaus fjölskylduhátíð sem haldin er í samstarfi við Ungmennafélag Íslands og Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands. Leitað er eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið.
Lesa

Möðrudalur – deiliskipulag

Deiliskipulag vegna Möðrudals var birt í B-deild Stjórnartíðinda 15. júní 2017 og öðlaðist þá þegar gildi.
Lesa

Skógrækt á Davíðsstöðum ekki matsskyld

Á fundi bæjarráðs nr. 390 þann 26. júní 2017 var tekin sú ákvörðun að hefðbundin nytjaskógrækt, 50 ha í landi Davíðsstaða skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum
Lesa

Tillaga að breyttu aðalskipulagi

Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi sínum þann 22.06.2017 að kynna verkefnislýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028 vegna breyttra áforma um landnotkun í landi Davíðsstaða.
Lesa