- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Í tengslum við fjallahjólakeppni á sumarhátíð ÚÍA og Síldarvinnslunnar verður hluta stíga í Selskógi lokað á milli 14 og 16 eða á meðan keppni stendur sunnudaginn 9.júlí.
Með því að smella á tengil hér má sjá um hvaða stíga ræðir. Auk stíga verður einnig afgirt svæði í Mörkinni þar sem hjólarar koma í mark.
Um leið og við vonumst til að íbúar og gestir fjölmenni til að horfa á fyrstu alvöru Fjallahjólakeppnina á Fljótsdalshéraði þá þökkum við tillitsemina og vonum að þessi viðburður verði til þess að efla skóginn okkar enn frekar sem fjölbreyttan valkost til útivistar.
UMF Þristur, UIA og Fljótsdalshérað
Þá er bent á að sundlaugin verður lokuð laugardaginn 8. júlí frá klukkan 10:00 til 14:00 vegna sundmóts Sumarhátíðarinnar.