Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar um helgina

Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum 7. – 9. júlí. Dagskrá hátíðarinnar er einkar fjölbreytt og glæsileg og alveg ljóst að íþróttafólk á öllum aldri, og jafnvel örgustu antisportistar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Dagskrá hátíðarinnar er birt með fyrirvara um breytingar.
Föstudagur 7. Júlí
• 15:00 Landsbankapúttmót eldri borgara í Pósthúsgarðinum, harmonikkuleikur, kaffi og kræsingar
• 16:30 Landsbankapúttmót barna og unglinga í Pósthúsgarðinum, safi og kræsingar
• 17:00 Byko bogfimikynning og mót í Pósthúsgarðinum
• 18.00 LVF mótið í borðtennis í félagsmiðstöðinni Nýung

Laugardagur 8. júlí
• 9:00-14:00 Eskjumótið í sundi í sundlauginni á Egilsstöðum
• 10:00-12:00 Körfuboltabúðir Hattar, 1-5. bekkur í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum
• 12:00-14:00 Körfuboltabúðir Hattar, 6-10. bekkur í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum
• 14:00-16:30 Nettó frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli, aldursflokkar 11 ára og eldri
• 17:00 Frisbígolfmót í Tjarnargarði, fyrir alla aldurshópa
• 18:00 Grill og gaman í Bjarnadal, keppni í ringó

Sunnudagur 9. júlí
• 9:00-13:30 Nettó frjálsíþróttamót á Vilhjálmsvelli, allir aldursflokkar frá 5 ára og yngri og uppúr
• 10:30 Bocciamót Héraðsprents á Vilhjálmsvelli
• 11:00 Crossfitmót að Lyngás 12,
• 14:30 Fjallahjólakeppni Húsasmiðjunnar í Selskógi
• 15:00-16:30 Körfuboltabúðir Hattar, 1-5. bekkur í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum
• 16:30-18:00 Körfuboltabúðir Hattar, 6-10. bekkur í íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Nánari upplýsingar um mótið er að finna hér.