Úthlutun leikskólaplássa á leikskólum Fljótsdalshéraðs vorið 2017 er nú að fullu lokið og öllum foreldrum sem fengu úthlutun hefur verið sendur tölvupóstur með upplýsingum um upphaf leikskólagöngu barna sinna. Þeir sem ekki hafa fengið svör verða áfram á umsóknarlista og losni pláss á leikskólum á skólaárinu mun þeim verða úthlutað samkvæmt reglum sveitarfélagsins.
Foreldrum sem ekki hafa fengið vistun fyrir börn sín er bent á starfandi dagforeldra, en upplýsingar um dagforeldra með leyfi frá sveitarfélaginu má finna á heimasíðu sveitarfélagsins, hjá undirritaðri eða Eygló Sigurvinsdóttur á bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs.
Helga Guðmundsdóttir
Fræðslustjóri
Takk fyrir!
Ábending þín er móttekin
Lyngási 12, 700 Egilsstaðir
fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is
kt: 481004-3220
Opnunartímar skrifstofu
8:00 - 15:45 alla virka daga
Persónuverndarfulltrúi Fljótsdalshéraðs hefur eftirlit með að farið sé að persónuverndarlögum í starfsemi sveitarfélagsins
Með íbúagátt er íbúarnir komnir í beint samband við sveitarfélagið sitt með rafrænum hætti.
Þjónustugátt fyrir kjörna fulltrúa Fljótsdalshéraðs.
Upplýsinga- og þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga. Hér er að finna upplýsingar um opinbera þjónustu, aðgang að stórum hluta eyðublaða hins opinbera o.fl.