- Stjórnsýsla
- Þjónusta
- Mannlíf
Kynning á verkefnislýsingu fyrir tillögu að breyttu Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028
Davíðsstaðir
Lýsing - kynning
Umhverfis- og framkvæmdanefnd samþykkti á fundi sínum þann 22.06.2017 að kynna verkefnislýsingu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraði 2008-2028 vegna breyttra áforma um landnotkun í landi Davíðsstaða.
Á fundi bæjarráðs nr. 390 þann 26. júní 2017 var bókunin samþykkt.
Tillagan að breyttu aðalskipulagi felst í því að breyta landnotkun svæðisins úr skipulagðri frístundabyggð á u.þ.b. 300 ha svæði, með 89 lóðum í frístundabyggð á u.þ.b. 7 ha svæði með 15 lóðum. Landið yrði að öðru leyti nýtt sem landbúnaðarland og hluti af því fari undir nytjaskógrækt, u.þ.b. 52 ha. Ekki hefur verið byggt á svæðinu og engri lóð undir frístundabyggð hefur verið úthlutað. Svæðið sem um ræðir nær yfir land Davíðsstaða og eru m 300 ha af stærð.
Samhliða aðalskipulagsbreytingu er unnið að breytingu á deiliskipulagi.
Gögn kynningar eru aðgengileg á heimasíðu Fljótsdalshéraðs www.fljotsdalsherad.is og í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Kallað er eftir ábendingum íbúa og annarra hagsmunaaðila. Athugasemdir berist á netfangið fljotsdalsherad@fljotsdalsherad.is eða í afgreiðslu að Lyngási 12, 700 Egilsstöðum.
Frestur til að leggja fram athugasemdir er til miðvikudagsins 27. júlí nk.
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Fljótsdalshéraðs