13.10.2016
kl. 11:02
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Dagana 14. til 16. október heldur Tónlistarskólinn á Egilsstöðum strengjamót. Nemendur á strengjahljóðfæri (fiðlu, víólu, selló og kontrabassa) af öllu landinu mæta og eiga góða helgi saman við leik og störf. Allir eru velkomnir á tónleikana í lokin sem verða klukkan 13 á sunnudag í Egilsstaðaskóla og aðgangur er ókeypis.
Lesa
09.10.2016
kl. 08:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Á nýuppfærðum vef Fljótsdalshéraðs er hægt að nálgast upplýsingar um þjónustu í sveitarfélaginu bæði á pólsku og ensku.
Na zaktualizowanej stronie internetowej miasta można znaleźć informacje w języku polskim i angielskim o usługach świadczonych przez miasto.
Fljótsdalshérað has a new website with information about services in the municipality, in English and Polish as well as Icelandic.
Lesa
07.10.2016
kl. 16:58
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Blóðsöfnun verður í Heilsugæslunni á Egilsstöðum mánudaginn 10. október frá klukkan 11:00 til 15:30.
Ef þú ert á aldrinum 18–65 ára, yfir 50 kg að þyngd og heilsuhraustur getur þú gerst blóðgjafi.
Lesa
07.10.2016
kl. 11:04
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Að gefnu tilefni er fólk minnt á að huga að endurskinsmerkjum. Gangandi og hjólandi vegfarendur sjást mjög illa í myrkri þrátt fyrir götulýsingu og ökuljós bifreiða. Þetta á sérstaklega við þegar um dökkan klæðnað er að ræða en þó má í öllum tilfellum fullyrða að endurskinsmerki séu nauðsynleg jafnt á börn sem fullorðna.
Lesa
05.10.2016
kl. 15:57
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Opin vinnustofa verður hjá Íris Lind og Lóu í Sláturhúsinu á Degi Myndlistar þann 8. október frá klukkan 14:00 til 17:00.
Lesa
05.10.2016
kl. 09:32
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Myndir frá RIFF kvikmyndahátíðinni verður sýndar í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum 7. - 9. október. Um er að ræða alls sjö myndir og þar á meðal fimm íslenskar heimildamyndir.
Lesa
03.10.2016
kl. 17:26
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Listkennsludeild Listaháskóla Íslands og Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs standa fyrir námskeiði fyrir kennara og aðra áhugasama þar sem áhersla er lögð á að þróa persónulegan frásagnarstíl hvers þátttakanda. Námskeiðið verður haldið í Sláturhúsinu dagana 8. og 9. október.
Lesa
01.10.2016
kl. 12:54
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
244. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 5. október 2016 og hefst hann klukkan 18:00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni. Þar er einnig hægt að skoða upptökur af síðustu fundum.
Lesa
29.09.2016
kl. 08:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Málþing um geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 1. október á sal Grunnskólans á Reyðarfirði. Málþingið hefst klukkan 10 en húsið verður opnað klukkan 9:30. Áætluð þinglok eru klukkan 13:30. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir og boðið er upp á hressingu.
Lesa
28.09.2016
kl. 09:36
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Fimmtudaginn 29.september, klukkan 17:30 verður haldin kynning í Egilsstaðaskóla frá rannsóknarmiðstöðinni Rannsóknir og greining. Kynntar verða niðurstöður úr rannsókninni Hagir og líðan ungs fólks og er sérstaklega ætluð fagfólki og foreldrum barna í 5. – 10. bekk. Megin viðfangsefni kynningarinnar er lýðheilsa ungs fólks á Fljótsdalshéraði 2016.
Lesa