11.08.2016
kl. 17:43
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Við setningu Ormsteitis sem fram fór miðvikudaginn 10. ágúst, veitti Fljótsdalshérað viðurkenningar fyrir snyrtimennsku og umgengni í sveitarfélaginu. Að þessu sinni voru veittar viðurkenningar í fjórum flokkum.
Lesa
11.08.2016
kl. 10:02
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Í dag fimmtudagurinn 11. ágúst hefst Ormsteitið með púttmóti eldriborgara í Skjólgarðinum, á bak við pósthúsið. Eldriborgarar bjóða síðan upp á skemmtun og kaffi klukkan 16:00 að Hlymsdölum þar sem dagskráin verður helguð Kristjáni frá Djúpalæk.
Lesa
10.08.2016
kl. 11:08
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ormsteitið verður sett formlega í dag, miðvikudaginn 10. ágúst kl. 17.00 í markaðstjaldi sem opið verður alla hátíðina við Nettó. Um leið taka bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar á móti nýjum íbúum sem flutt hafa í sveitarfélagið frá síðasta Ormsteiti og veittar verða umhverfisviðurkenningar Fljótsdalshéraðs.
Lesa
05.08.2016
kl. 18:41
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Ormsteiti, hin árlega Héraðshátíð nálgast óðum. Hún fer að þessu sinni fram dagana 10. til 14. ágúst. Hátíðin er með nokkuð breyttu sniði frá því sem verið hefur, m.a. vegna þess að hún stendur nú yfir í fimm daga en ekki tíu eins og áður. Hátíðin er fjölbreytileg eins og áður og án efa munu íbúar Héraðsins og gestir skemmta sér vel meðan á henni stendur.
Lesa
02.08.2016
kl. 14:23
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Eins og alltaf á Ormsteiti er hægt að selja og kaupa vörur á markaði, sem nú eins og undanfarið, verður haldinn í stóru tjaldi á planinu við Nettó á Egilsstöðum. Markaðurinn verður opinn dagana 10. til og með 13. ágúst milli kl. 13.00 og 17.00.
Lesa
25.07.2016
kl. 14:59
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Urriðavatnssund 2016 fór fram á laugardaginn, 23. júlí 2016 í ágætisveðri. 121 keppandi var skráður til leiks, þar af 118 í Landvættasund 2,5 km. 100 manns luku sundinu, 61 karl og 39 konur.
Lesa
24.07.2016
kl. 00:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Vegna sumarleyfa starfsmanna verða bæjarskrifstofur Fljótsdalshéraðs lokaðar frá 18. júlí til og með 1. ágúst 2016. Þó verður svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnustu erindum, eftir því sem tök verða á.
Lesa
22.07.2016
kl. 10:06
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Urriðavatnssundið fer fram á morgun laugardaginn í 7.sinn. Þrjár vegalengdir eru í boði að venju, 400 metra sund, 1,25 km og 2,5 km en langflestir eru í lengsta sundinu.
Lesa
11.07.2016
kl. 18:02
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að um þessar mundir vinnur stofnunin að stjórnunar- og verndaráætlun friðlandsins Kringilsárrana, í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og sveitafélagið Fljótsdalshérað.
Lesa
10.07.2016
kl. 00:00
Fréttir
Jóhanna Hafliðadóttir
Mikilvægt er að foreldrar skrái börn sín í skóla við upphaf skólagöngu eða í tengslum við flutninga. Ef þú átt barn sem er að hefja nám í grunnskóla í haust og hefur ekki enn skráð það í skóla er mikilvægt að gera það sem allra fyrst.
Lesa