Yfirlit frétta

Sumarleyfi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. júní sl. að sumarleyfi bæjarstjórnar 2016 hefjist frá og með 16. júní, og standi til og með 9. ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verði 17. ágúst og þar næsti fundur verður 7. september.
Lesa

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við forsetakosningar

Auglýsing frá yfirkjörstjórn Fljótsdalshéraðs um kjörstað við forsetakosningar þann 25. júní 2016. Við forsetakosningar þann 25. júní 2016 verður kjörstaður á Fljótsdalshéraði í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Kjörfundur hefst kl. 09:00 og lýkur kl. 22:00. Kjörskrá vegna forsetakosninga 2016, liggur frammi almenningi til sýnis á skrifstofu sveitarfélagsins að Lyngási 12 á Egilsstöðum á opnunartíma skrifstofu til föstudagsins 24. júní 2016.
Lesa

Dagskrá 17. júní á Egilsstöðum

Dagskrá 17. júní á Egilsstöðum er að mestu hefðbundin, messa, skrúðganga, leikur, söngur, sýningaropnanir, hoppukastali, hlussuboltar og margt fleira. Spáð er skúraveðri en að öðru leyti ágætu veðri.
Lesa

Dagskrá bæjarstjórnarfundar á miðvikudag

240. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 15. júní 2016 og hefst hann kl. 17.00. Að venju verður hægt að hlusta á fundinn í beinni útsendingu
Lesa

Íris Lind verður fræðslufulltrúi MMF

Íris Lind Sævarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu fræðslufulltrúa Menningarmiðstöðvar Fljótsdalshéraðs, MMF. Um er að ræða nýja stöðu við miðstöðina til eins árs, en hlutverk fræðslufulltrúa er að vinna og þróa fræðsluverkefni fyrir miðstig grunnskólanna á Austurlandi í samræmi við aðalnámsskrá grunnskóla.
Lesa

Útsvarsliðið styrkti Ásheima

Sigurlið Fljótsdalshéraðs í Útsvari gaf verðlaunaféð, 200 þúsund krónur, til geðræktar í heimabyggð. Verðlaunagripurinn, Ómarsbjallan, var afhent sveitarfélaginu formlega til varðveislu í upphafi bæjarstjórnarfundar þann 1.júní.
Lesa

Dans í Sláturhúsinu á fimmtudag

Gestir Kaffistofunnar, listamannaíbúðar Sláturhúsins, þau Bára Sigúsdóttir og Eivind Lønning kynna verk sín „Verk í vinnslu, Sjávarföll//Tide“ í Sláturhúsinu fimmtudaginn 9. júní klukkan 18:00.
Lesa

Strætó: Sumaráætlun í gildi 6. júní

Sumaráætlun almenningssamgangna á Fljótsdalshéraði tekur gildi mánudaginn 6. júní 2016. Tímatöfluna má sjá hér og minna má á að ferðirnar eru gjaldfrjálsar.
Lesa

Hringrás – Ný tónlistarhátíð á Egilsstöðum

Hringrás er ný tónlistarhátíð sem haldin verður í Sláturhúsinu á Egilsstöðum í júní. Nafn hátíðarinnar vísar til eðlisfræðinnar í virkni raftækja en hátíðin leggur áherslu á raftónlist. Einnig vísar nafnið til hreyfingu listamanna á milli landshorna.
Lesa

Ný heimasíða Fljótsdalshéraðs

Sveitarfélagið Fljótsdalshérað tekur í notkun nýja heimasíðu í dag. Það er von Fljótsdalshéraðs að þessi nýja síða auðveldi íbúum aðgengi að ýmsum upplýsingum um sveitarfélagið og starfsemi þess.
Lesa