Yfirlit frétta

Hlaupaæfing og fyrirlestur með Fríðu Rún

Fríða Rún Þórðardóttir, afrekshlaupari og næringarfræðingur, sækir Egilsstaði heim næstkomandi föstudag. Fríða stendur, í samstarfi við Hlaupahérana og UÍA, fyrir hlaupaæfingu og fyrirlestri þann dag kl. 17.30.
Lesa

Spunanámskeið í Sláturhúsinu

Námskeið í „Haraldinum“, á vegum Improv Ísland, verður haldið í Sláturhúsinu, menningarsetri á Egilsstöðum 11. til 13. mars. Á námskeiðum Improv Ísland kynnast þátttakendur grunninum í langspunaforminu Haraldinum, sem er ein þeirra aðferða sem spunaleikhópurinn vinnur eftir. Tvö námskeið eru í boði. Annað er fyrir alla 16 ára og eldri en hitt er fyrir unglinga í 8.-10. bekk.
Lesa

Soffía Thamdrup fulltrúi Nýungar í Samféssöngvakeppni

Söngkeppni Samfés fer fram í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV og byrjar hún kl 13.00. Soffía Mjöll Thamdrup keppir fyrir hönd Fljótsdalshéraðs í keppninni.
Lesa

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 - Eyvindará II.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 samkvæmt 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Lesa

Ræsing í Fljótsdalshéraði

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við sveitarfélagið Fljótsdalshérað og Alcoa leitar að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífs í sveitarfélaginu. Einstaklingar, hópar og fyrirtæki eru hvött til þess að senda inn viðskiptahugmyndir og sækja um þátttöku í verkefninu.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni á miðvikudag

233. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 2. mars 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu.
Lesa

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í Valaskjálf

Leikfélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 50 ára afmæli sitt í ár og hefur afmælisárið með farandsýningunni Allra meina bót eftir þá bræður Jónas og Jón Múla Árnasyni. Frumsýning verður í Valaskjálf 26. febrúar og önnur sýning í Miklagarði á Vopnafirði 28. febrúar.
Lesa

Skráning í Tour de Ormurinn hafin

Skráning er hafin í hjólreiðakeppnina Tour de Ormurinn sem fer fram 13. ágúst. Tvær flottar leiðir eru í boði, önnur er 68 km og hin, Hörkutólahringurinn, er 103 km. Boðið er upp á bæði einstaklings- og liðakeppni.
Lesa

Tónleikar í Sláturhúsinu á laugardag

Hljómsveitin MurMur hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og verið dugleg við tónleikahald. Laugardaginn 20. febrúar heldur hljómsveitin tónleika í Sláturhúsinu – menningarsetri á Egilsstöðum. Tónleikarnir á laugardaginn eru liður í Austurlandstúr sem MurMur er að fara í ásamt hljómsveitinni Máni & the Roadkiller.
Lesa

Bæjarstjórn í beinni miðvikudag 17. febrúar

232. fundur bæjarstjórnar Fljótdalshéraðs verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar, miðvikudaginn 17. febrúar 2016 og hefst hann kl. 17.00. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu á netinu með því að fara inn á vefsvæði sem heitir Bæjarstjórn í beinni
Lesa