RIFF í Sláturhúsinu 7. - 9. október

Myndir frá RIFF kvikmyndahátíðinni verður sýndar í Sláturhúsinu menningarsetri á Egilsstöðum 7. - 9. október. Um er að ræða alls sjö myndir og þar á meðal fimm íslenskar heimildamyndir. Dagskrá RIFF á Egilsstöðum er eftirfarandi:

7. október klukkan 20:00
WAVES. Pólland
Ania and Kasia eru lífsglaðar 17 ára stelpur. Þær þurfa að læra að sjá fyrir sér þar sem foreldrar þeirra hafa ekki lært að sjá fyrir sér sjálfir.
Stelpurnar eru í starfsnámi á lítilli hárgreiðslustofu. Þær verða nánar og bindast vinaböndum. Dag einn fer líf Aniu úr skorðum þegar móðir hennar, sem hún hefur ekki séð lengi, birtist.

8. október klukkan 16:00
5 stuttar íslenskar heimildamyndir (m.a. HEIMAKÆR) Þetta eru 5 stuttar heimildamyndir, þær fjalla um ýmsar ólíkar hliðar íslensks mannlífs (brimbretti, heita-potta-menning, réttir og smölun og íslenskir unglingar í
dreifbýlinu)

8. október klukkan 18:00
Ransacked. Ísland.
"Partíið. Timburmennirnir. Rándýrin. Slagurinn. Úrskurðurinn." Í október
2008 varð bankahrun á Íslandi. 'Ransacked' segir frá því hvernig auður, vogunarsjóðir og hagkerfi hafa áhrif á líf venjulegs fólks eins og Þorsteins Theódórssonar. Átta árum síðar hafa bankarnir selt burt hagnað sinn og hafa aftur grætt milljarða. Hver vinnur og hver tapar?

9. október klukkan 16:00
BOBBY SANDS: 66 DAYS. Írland/Bretland
Hungurverkfall írska lýðveldissinnans Bobby Sands árið 1981 vakti heimsathygli á málstað hans. Hin tilfinningaþrungnu, friðsömu mótmæli urðu að mikilvægum hluta írskrar sögu á 20. öldinni. Dauði hans eftir 66 daga olli straumhvörfum í sambandi Bretlands og Írlands og augu heimsins beindust að deilunum í Norður Írlandi.

Allir velkomnir.