Geðræktardagur á Austurlandi

Málþing um geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi verður haldinn laugardaginn 1. október á sal Grunnskólans á Reyðarfirði. Málþingið hefst klukkan 10 en húsið verður opnað klukkan 9:30. Áætluð þinglok eru klukkan 13:30. Allir eru velkomnir, enginn aðgangseyrir og boðið er upp á hressingu.


Dagskrá:

10:00-10.05 Setning málþingsins, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð setur málþingið

10:05- 10:35 Nemendur deila reynslu sinni af baráttu við geðræna sjúkdóma
Erindi frá nemendum úr VA og ME

10:35- 11:05 Fyrirlestur um kvíða
Orri Smárason sálfræðingur

11:05-11:35 Heilsueflandi samfélag
Erindi frá Landlæknisembættinu

11:35-11:50 Kaffihlé

11:50- 12:20 Líðan ungmenna á Austurlandi
Niðurstöður úr könnun Rannsóknar og greiningar

12:20-12:50 Aðgerðaráætlun um geðheilbrigðismál
Kynning frá velferðarráðuneytinu

12:50- 13:10 Hvað er í boði fyrir fólk með geðraskanir á Austurlandi?
Kynning á þjónustu helstu stofnana á Austurlandi: HSA, Félagsþjónustum Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, ME, VA, Virk og StarfA

13:10-13:30 Umræður um stöðu geðheilbrigðismála á Austurlandi