Yfirlit frétta

Tilkynning frá aðgerðastjórn 26.apríl

Þann 24. mars síðastliðinn greindist fyrsta COVID-19 smit á Austurlandi. Þróunin var hröð fyrst í stað og átta smit greindust fyrstu sextán dagana. Síðan 9. apríl hefur smit ekki greinst í fjórðungnum. Öllum hinum smituðu hefur nú batnað þannig að enginn er í einangrun sem stendur. Fjórir eru í sóttkví.
Lesa

Þristur blæs til seinni hálfleiks og plokkdags

Samfélagsverkefni Ungmennafélagsins Þristar, Þristur blæs til leiks, gekk frábærlega og var gaman að sjá hversu mikinn þátt íbúar á Fljótsdalshéraði tóku. Nú ætlar Þristur að blása til seinni hálfleiks í samvinnu við Fljótsdalshérað og Þjónustusamfélagið á Héraði.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 23.apríl

Af átta smituðum á Austurlandi er einn enn í einangrun. Sex eru í sóttkví. Þá eru níu einstaklingar í svokallaðri sóttkví B.
Lesa

Ábending til íbúa Austurlands

Við hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs vitum að núverandi ástandi getur fylgt aukið álag á bæði einstaklinga og fjölskyldur. Ljóst er að ofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt lýðheilsuvandamál sem snertir margar fjölskyldur. - Unfortunately it is likely that domestic violence will increase during crisis such as Covid-19. It is important to know where to get help. - Niestety, prawdopodobne jest, że przemoc domowa wzrośnie podczas kryzysu, czego doświadczamy teraz z powodu Covid-19.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 20.apríl

Fjöldi greindra smitaðra á Austurlandi er óbreyttur, þeir eru átta talsins. Tveir eru í einangrun sem fyrr. Fimmtán eru í sóttkví. Aðgerðastjórn á Austurlandi minnir enn og aftur á að engar tilslakanir hafa tekið gildi og gera ekki fyrr en 4. maí næstkomandi.
Lesa

Óskað eftir ábendingum til menningarverðlauna

Menningarverðlaun Fljótsdalshéraðs verða í annað sinn veitt 17. júní á þessu ári. Verðlaunin eru veitt einstaklingi, stofnun eða samtökum sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar á liðnu ári. Hlutverk verðlaunanna er einnig að vera almenn hvatning til eflingar á menningar- og listastarfi í sveitarfélaginu.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 19.apríl

Óbreytt staða er á Austurlandi hvað smit varðar, en þau eru átta talsins. Tveir smitaðra eru enn í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fækkar um tvo frá í gær, eru nú fjórtán talsins.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 18.apríl

Engin breyting hefur orðið á fjölda smitaðra á Austurlandi síðasta sólarhringinn, en þeir eru átta talsins. Tveir þeirra eru í einangrun. Sextán eru nú í sóttkví. Samráðshópar um áfallahjálp í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi vilja minna á nauðsyn þess að huga að andlegri heilsu og velferð hjá bæði sjálfum sér og samferðafólkinu á þessum óvenjulegu tímum.
Lesa

Tilkynning frá aðgerðastjórn 17.apríl

Smit á Austurlandi eru átta talsins. Síðast kom upp smit 9. apríl. Af þeim átta sem smitast hafa eru tveir enn í einangrun. Átján eru í sóttkví, einum fleiri en í gær.
Lesa

Áminning vegna notkunar Fellavallar

Það hefur verið einhver misbrestur á því að farið sé að þeim reglum sem gilda um Fellavöll eftir að hann var opnaður í vikunni. Því þarf að árétta það að völlurinn verði eingöngu notaður fyrir einstaklinga og/eða fjölskyldur til æfinga eða skemmtunar. Á vellinum eiga ekki að vera fleiri en 15 í einu og þarf að virða 2 metra regluna í hvívetna.
Lesa